sunnudagur, maí 21, 2006
Léttur dinner
Komist þið í léttan dinner miðvikudagskvöld eða fimmtudagskvöld? Spurning hvort ég ætti að senda á ykkur sms svona til öryggis ef einhver skildi nú ekki lesa. Hei!! Verð að minnast á eitt!!! 'Eg og Svavar erum svo eftir mánuð að fara að skella okkur til Fuerteventura með Freyju Björt. Svo á fólk örugglega eftir að glápa á okkur með hana og halda að hún sé nærrum því nýfædd því hún er nú ekkert ógurlega stór, mar lendir nú neblilega í því þegar við höfum skellt okkur með hana út núna í fyrstu skiptinn. Finnst að fólk þarf endilega að glápa og svo hugsar það enn hvað þessi er lítil, er eitthvað að þessu fólki að fara með svona lítið barn, þá segir maður bara ef mar sér það glápa "Hún er nú ekki eins ung og þú heldur". Freyja Björt verður þá sko orðin 8 mánaða. Jæja ég ætla að hætta þessu tuði og senda sms á línuna. Gúd bæ!!!! Kv Frídí
laugardagur, maí 20, 2006
Hellú skvís!!
Maður verður nú að fara að skrifa eitthvað hérna!! Við bara verðum að fara að gera eitthvað í tilefni sumarsins. Hlakka rosa mikið til að sjá Möggu :) 'Eg held að allt vesen sé búið á mér í bili og ég risin upp úr rekkju. En meltingarvegurinn er víst í einhverju rústi en það er nú hægt að bæta það með mánaðar skammti af pillum :) Svo ég er að verða tilbúin í hvað sem er, það er bara spurning hvenær komist þið í kaffi til mín??? Við Freyja erum alltaf heima. Hún var að fá fyrstu tönnina!!! Ó mæ gad og ég og Svavar hlógum eins og vitleysingar þegar við komustum að því!! Og hún horfði bara á okkur eins og við væru einhverjir vitleysingar. PS. átti að segja til Maríu frá Freyju að það var rosa gaman í pössuninni :)
föstudagur, maí 12, 2006
sumar
Hæ stúlkur, langaði að skrifa smá!
Hlakka rosa til að sjá ykkur, kem heim þann 10 júní líklega og verd tjillandi upp á Hrafnistu í allt sumar. Hrafnista er nefninlega Ze pleis. Hlakka ofsa ofsa mikið að sjá hana Reykjavík og Ungfrú Freyju Björt. Sá mynd af henni á síðunni hennar Maríu, mikið svakalega er hún sæt. Bjúúútífúl. Enda ekki við öðru ad búast, hélt ekki að hún Bjútí myndi skjóta út úr sér einhverju öðru en gargandi augnakonfekti.
Það er nóg að gerast í skólanum og á djamminu. Og á skóladjamminu. Er samt búin ad fá nóg af karlkyns læknanemum í bili. Eda bara læknanemum almennt, nema nottla vinum manns.
Það er orðið rosa heitt núna. Það er búið að vera steikjandi hiti alla vikuna. Hreinlega eins og í Afríku. Maður er labbandi um á hlýrabol og sandölum með einn ískaldan en er samt að stikna. Mann langar ekki beinlínis heim til Íslands frá sólinni, en svona er þetta.
Hlakka til ad sjá ykkur. Maggie.
þriðjudagur, maí 09, 2006
Staðfesti hitting
Frábært!!!
Allar kvenfélagspíur hafa staðfest komu sína í slottið mitt. Hittingur er þá:
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ KLUKKAN 20:00. í Goðheima 17.
Hlakka til að sjá ykkur og slúðra;)
Kveðja,
Guðrún Anna