þriðjudagur, janúar 31, 2006
Febrúar byrjar á morgun...
1. febrúar á morgun. Ég var bara að velta því fyrir mér Fríða hvort þú værir komin með einhverjar hugmyndir/tillögur um dagsetningar á hitting í febrúar? Og jafnvel áætlun? Væri mjög gott að hafa smá fyrirvara því það reynist alltaf frekar erfitt að koma öllu liðinu saman í hitting. Alltaf líka svo mikið að gera hjá öllum... you know family, work and stuff
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Jæja skísur það er komið plan...
Fríða er með FEBRÚAR,
Margrét er með MARS,
Gunnhildur er með APRÍL,
Guðrún er með MAÍ,
Edda er með JÚNÍ,
Elín er með JÚLÍ,
María er með ÁGÚST.
þriðjudagur, janúar 24, 2006
Kemur þú á morgun???
JÆja stelpur... hvernig verður þetta á morgun? Hverjir koma? Hverjir ætla í mat? Hverjir ekki???
Hæ Maggan mín!!!!
Ég hef það bara fínt og Freyja Björt er orðin 3 mánaða og var vigtuð í dag 2990 gr og 47 cm, ótrúlegt hvað svona lítið kríli er alltí einu orðin stór stelpa og annsi ákveðin og meira að segja stundum pínulítið frek!!!! En hún hefur nú komist langt á því á vökudeildinni, var nú svoldið farin að stjórna þar stundum. Hún er ein af þeim mjög fáu börnum sem eru það heppin að fá RS spruturnar sem er mótefni fyrir þeim blessaða öndunarfærasjúkdóm sem börnin geta orðið svo veik af, hún fær 5 sprautur og hver sprauta kostar hvorki meira né minna en 114.000 kr svo ég er mjög ánægð með það. Flott að þú ert búin að lesa yfir gaurnum Magga mín, hann mátti nú alveg heyra það, karlmenn geta verið alveg ótrúlegir!!! Minn er nú samt alveg ágætur og meira að segja meira en það!!!!! Mar á bara að láta þá heyra það, ef mar gerir það ekki sjálfur þá gerir það bara einhver annar fyrir mann!!!!!!!!! Systur mínar eru duglegar að sjá um svoleiðis svo ég get gefið þér símann allavega hjá Elvu systir, hún á nokkrar góðar setningar!!!!!!!!!!!! Þú verður að drífa þig heim og skella þér í heimsókn til mín á Álftanesið. Hafðu það rosalega gott og gangi þér vel og vertu nú fljót heim Maggan mín. Kossar og knús Fríða og Freyja Björt.
mánudagur, janúar 23, 2006
hello
Mikid sakna ég ykkar.
Hvad segid thid gott? Hvad segir thú frídan mín og hvad er ad fretta af litlu dúllu?
Thad er ansi mikid búid ad vera í gangi hér... Búid ad vera brjálad ad gera í skólanum ad skila thessu blessada fysiologíuverkefni, búin ad skamma strák (ójá!) og thad á dönsku fyrir ad vera fífl.
Er komin í frí núna í kulda og snjó. Ég og Ína erum farnar ad æfa á hverjum degi núna! Já maggan er farin ad vera sveitt í líkamsræktarsalnum! Svo lekur svitinn svona líka af manni, mér finnst thad bara sexí. En gymid er fyndnasti stadur í heimi. Allir ad kíkja á alla og tjekka út. Strákar ad tjekka út gellur og öfugt. eda ad horfa í spegilinn. Mjög mikid af speglum tharna sem eru vel nýttir. Svo er madur líka ad lyfta og svona haha.
En er ad spá í ad koma heim brádum. Hef ekki efni á thví í feb en kannski í mars.
Ég er flutt í midbæinn. Á besta stad í midbænum reyndar. Thetta er hreinlega fullkomid. Stutt í skólann, og bý nánast vid hlidina á uppáhalds-skemmtistadnum mínum. Er ad leigja med einni danskri stelpu sem er flytur til Noregs eftir viku og verdur í 5 mán! Svo ad ég hef íbúdina út af fyrir mig alla næstu önn, sem er ekki slæmt...
Thad er ekkert ad frétta af karlamálum. Thví midur. Lenti í smá rimmu um daginn vid bekkjarbródur minn thví hann er bjáni. (svona týpískur gaur sem segir alla hluti en meinar ekkert med thví). Svo hitti ég besta vin hans Eriks (flotta gaursins sem ég bjó med en fékk aldrei ad pota í..) og ég fekk ad vita thad ad Erik hefdi langad ansi mikid í mig líka.. svona er lífid. Ég er blind.
En nú ætla eg ad hætta. -Maggie
Varðandi miðvikudaginn...
Jæja skvísur... farið að styttast í miðvikudaginn... ég og gunnsa ákváðum að þeir sem vilja borða mæti kl. 19:30 á Vegamót... og þeir sem ekki vilja borða gætu þá komið um 20:30... annars væru auðvitað allir velkomnir kl. 19:30 :o) hlakka til að sjá ykkur hressar og kátar :o)))
mánudagur, janúar 16, 2006
Hellú!!!!
Held að Svavar sé að uppgvöta Leiðarljós!!!! En vitiði af hverju karlmenn eru vitrari en konur á meðan kynmök standa yfir! Það er vegna þess að þá eru þeir tengdir við snilling!!! Ég hef það bara fínt hér á Álftanesinu í brjáluðu veðri, og það besta við það er að þurfa ekki að fara út. Verð að segja ykkur það að ég fékk 161 dag til viðbótar við fæðingarorlofið mitt, það er svona fyrir þá sem þurfa að flýta sér alltof mikið í heiminn. Átti að skila kveðju frá stubbalínu. Sjáumst á 25. bæ bæ sí u Fríða.
laugardagur, janúar 14, 2006
Hittingur...
jæja skvísur... ég var að hugsa hvort að þið væruð geim í kaffihúsahitting miðvikudaginn 25. janúar? Þar sem að það er orðið nokkuð langt síðan við hittumst. Þar væri einnign hægt að ræða nýjar hugmyndir hjá RÖK. Endilega commentið um það. kv. Njóli
mánudagur, janúar 02, 2006
Gleðilegt nýtt ár skvísur
Nú er nýtt ár komið og ég hef ákveðið fyrir hönd okkar allra að RÖK verði ofvirk þetta árið... ég segi að við verðum að hafa spilakvöld, fara í sumarbústaðarferð með mökum, útilegu með mökum og byrja að leggja fyrir ákveðna upphæð af penge fyrir útlandaferð, með mökum og jafnvel krílum líka, eftir kannski 1 - 2 ár?? Auk þess sem að við förum í nokkur 25 ára afmæli :)... hvað segiði fleiri hugmyndir um uppákomur... og já eða um tímasetningar á hittingum á árinu... hver á að sjá um hvað ??? :o) heyrumst síðar.. Njóli