fimmtudagur, júní 30, 2005
BARRETSTOWN
Hrikalega var gaman að fara þanngað, en það eru sumarbúðir fyrir börn með blóðsjúkdóma, aðallega krabbamein eða hvítblæði. Ég og Gugga sys fórum með 9 börn frá Íslandi og vorum í viku, þessi hópur var alveg frábær og við vorum öll rosalega ánægð með ferðina. Ég mundi segja að það er nú alveg forréttindi fyrir þessi börn að fá að fara á þennan stað. Barretstown er rúmlega klukkutíma keyrsla frá Dublin og þetta eru sumarbúðir sem Paul Newman er með, þær eru byggðar út frá kastala sem byggður var á tólftu öld og er í rosalega flottu sveitaumhverfi. Dagurinn byrjaði kl 9 á morgnanna og alltaf var verið að gera eitthvað allan daginn fyrir krakkana og ég og Gugga vorum bara sjálfar orðnar að börnum aftur og skemmtum við okkur alveg konunglega. Tókum myndir á fjórar 36 mynda einnotavélar svo þið verðið sko að skoða þær hjá mér. Verð líka að segja hvað ég er stolt af mér að hafa farið ein til Dublin að versla :) Svo ætlum við Gugga og Jóa sys að skreppa með afa og ömmu til Köben í ágúst og ég get hreinlega ekki beðið, afi hann heldur alltaf á pokunum fyrir okkur systur þegar við skreppum í búðir í útlöndum!! Þau ætla neblilega að bjóða okkur flug og hótel í Köben :) Jæja ætla að halda áfram að vinna en ekki að sitja á rassgatinu í tölvunni. Bæ bæ kv Frídí.
mánudagur, júní 06, 2005
Skegg!!!!!!!!!!
Mig er alltaf að dreyma þessa dagana að ég sé með fullt af skeggi!!! Var sem sagt að reyna að raka skeggið mitt í nótt!! Kv Frídí.