miðvikudagur, desember 29, 2004
Kvedja frá Aarhus
Hæ stelpur, OG TIL HAMINGJU ELÍN MED LITLA DRENGINN!!! Ég fékk myndir af krílinu á emaili frá Gunnhildi og VÁ hvad hann er sææætuur!!
Fyrsta afkvæmid okkar! En hvad á hann ad heita?
En sorry hvad eg er búin ad vera löt vid skrifin (ok löt er kannski ekki rétta ordid thegar madur er hreinlega ekkert búin ad skrifa..)
En ég er allavega búin í ógedslega risa-anatomíu prófinu og kannski næ ég thessu bara, svei mér thá. Næst er vefjafrædipróf 13. jan og thá er ég frjáls! Mikid djofull hlakka eg til..
Ég kom heim í 3 daga yfir jólin og svaf eiginlega alla dagana, nema stundum klappadi ég kisunni minni og horfdi á Lord of the rings og The office (og vá hvad the office er fyndid!)
Vona ad ég eigi pening til ad koma heim í jan og sjá ykkur elsku dúllurassgötin mín.
Kvedja, Margrét.
mánudagur, desember 27, 2004
Flott boð Binni :)
Takk fyrir gærkvöldið :) Alltaf gaman að hitta ykkur bræður og fjölskyldu :) Meiriháttar gaman í afmælinu og skemmtilegt bæjarrölt. Fín jól mundi ég segja þó ég hafi kannski verið meira í vinnunni en heima þetta skiptið. En ég held að hún móðir mín hafi alveg vitað hvað hvað hún var að gera með að kaupa þennann blessaða svefnsófa því ég og Gugga erum sko búnar að gista í honum síðustu daga, held neblilega að henni finnist ekki leiðinlegt að hafa fengið okkur til sín um jólin. Svo styttist í gamlárs :) Þá bætist nú nýr meðlimur í hópinn til okkar við matarborðið en það er hann Benni hennar Elvu. Svo verður það partíið hjá okkur Guggu :) Bæjó Frídí.
laugardagur, desember 25, 2004
GLEÐILEG JÓL
Ætli ég verði nú ekki meira í vinnunni heldur en heima þessi jól. Einhvern tímann er allt fyrst, morgun og næturvakt á Þorláksmessu, næturvakt á aðfangadag og morgunvakt á annan í jólum og svo fæ ég nú frí á gamlárs svo ég geti nú haldið smá partí fyrir ykkur elskurnar mínar :) Hlakka til að sjá ykkur og hafið það sem allra best um jólin :* KV Frídí.
föstudagur, desember 24, 2004
Gleðileg jól...
... til allra nær og fjær :o) með kærri jólakveðju frá Eddu Ósk
laugardagur, desember 18, 2004
Svona bilun að gera!!
Í kvöld var afmælismatur fyrir Mircó heima, svo fór ég í annað afmæli og svo á næturvaktina. Get varla sofið eftir næturvaktina af því ég er að drukkna í jólagjafainnkaupum. Svo er Tinna að útskrifast og hún býður mér víst og Ýr ásamt familíunni sinni og Kidda í humar á morgun(Gaman að sjá hvort Heiðar Austmaður kemur með henni Ingibjörgu ;)) svo fer ég að hitta gömlu vinina úr MK, svo ætli það verði nú ekki rosa tjútt. Auður og Ívar koma frá Neskaupstaðnum yfir helgina og Bergrún og Helgi koma frá Danaveldinu, líka Sigga og Tommi. Hlakka mikið til að hitta þau. Er nú reyndar alltaf að lofa Neskaupstaðar genginu mínu að koma í heimsókn en hef ekki enn staðið við það því miður. Vonandi koma nú kannski fleiri frá Danaveldi, gaman væri nú að hitta einn sem ég hef ekki hitt í frekar langan tíma, hann er reyndar þekktur fyrir að læknaumsóknin hans týndist í Danmörku. En lang fyndnast var það nú á Benidorm þegar ég og hann vorum á röltinu og allt í einu liggur hann fram á húddinu á einum bíl og ég missi mig af hlátri og spyr hann hvernig hann hefur nú eiginlega farið að þessu, þá fæ ég fyndið svar "ég var svo upptekin við að horfa á þig og tala við þig Svanfríður" haha, ég get sko endalaust hlegið af þessu, þetta var annsi fyndið að sjá hann gjörsamlega ofan á bílnum :) Ætla að hætta þessu blaðri. Bæó kv Frídí.
HELVÍTIS ÓGEÐIÐ
HELVÍTIS ÓGEÐIÐ HANN STEINGRÍMUR NJÁLSSON!!!!!!!!!!!!! ASKOTI HAFI MANNINN (Afsakið ljótt orðbragð en hann á það skilið maðurinn) Elva systir vinnur neblilega á leikskóla og sú sem er þar yfir lét vita að STEINGRÍMUR NJÁLSSON ÞYKIST VERA MAÐUR SEM BRÝNIR HNÍFA FYRIR ELDHÚS OG KEMUR Á LEIKSKÓLA OG SPYR ÞAR STARFSFÓLK HVORT BRÝNA ÞURFI HNÍFA. Og fór hann á 3 leikskóla í dag karl fíblið. Afhverju eru ekki svona menn lokaðir einhverstaðar inni????????????????????????????????? Ha????? Ekki batnar honum að vera úti í umhverfinu og gera börnum illt, Ó NEI. Svona menn á að loka inni TAKK FYRIR. ENDILEGA KOMIÐ ÞESSU TIL SKILA KV. FRÍDÍ.
miðvikudagur, desember 15, 2004
Keyptur splunku nýr !!!
Það þýðir nú ekkert annað fyrst mar er að þessu á annað borð og mörgum peningum eytt!! Keypti mér splunku nýjan 5 dyra Toyota Yaris '04 úr kassanum bara, meira að segja með spoiler mar :) Greijið litli blái Pólóinn bara skilinn eftir hjá Toyota umboðinu. Afi minn er neblilega svo klár í svona samningaviðræðum sko!! Ekki bara nýr bíll heldur nýr nágranni líka, heilsaði mér ágætis ungur karlmaður áðan og tilkynnti mér að hann væri nýji nágranninn minn og vildi kynna sig. Hlakka til að sjá ykkur á morgun kv Frídí :*
mánudagur, desember 13, 2004
Skrapp í Heklu í dag!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hvað haldiði að ég og afi minn gerðum í Heklu í dag??? Fundum einn bíl handa mér :) 2003 árgerð á rúmlega milljón og hvað haldiði að ég geri þá á morgun?? Jú, jú, fer með núverandi bílinn í söluskoðun kl. þrjú á morgun :) Jáb ég orðin alveg kolrugluð að spreða peningum, svo bíð ég bara eftir að finna íbúð til að kaupa, fann ekkert í fasteignablaðinu í dag en fann bara bíl í staðinn. Ætti kannski að auglýsa eftir karlmanni sem getur borgað útgjöldin mín!!!!!! Ég er nú reyndar að verða búin að borga London/Kúalalumbur/Balí ferðina mína. Ég þorði bara varla að segja mömmu frá nýjabílnum!! Lét hann afa minn um það! Hann afi minn og amma mín þau eru nú líka alveg ótrúleg!! Þau gáfu mér splunku nýjan ískáp (veit ekki hvort eru 2 s eða 1 s) þegar ég útskrifaðist úr hjúkrun, svo heyrðist svo mikið í honum svo núna um daginn þá kom hann afi minn með annann dýrari og flottari ísskáp svo ég gæti nú örugglega sofið, því það heyrist sko ekkert í þessum sagði afi. Hvað mundi ég nú gera án þeirra?? Afi mín og amma eru sko englar í dulargerfi. Kv Frídí :)
sunnudagur, desember 12, 2004
FRÁBÆR HELGI :)
Brunað af stað í bústaðinn og strax komnar í ölið við komu :) Eldaður rosalegur kjúlli og svo var það potturinn. Get nú ekki sagt annað en það var annsi mikið hlegið og mikið drukkið og svo var það Sálin í Hvíta húsinu á Selfossi. Fengum einn einkadriver sem kom bara og sótti okkur upp í bústað og brunaði með okkur á Sálina. Það var hreint út sagt alveg meiri háttar gaman, dönsuðum af okkur rassgatið!! En svo auðvitað getur mar hvergi farið án þess að hitta einhverja sem mar þekkir, já, þar var nú einn sem sér alltaf vel um sínar og hellt var vel í okkur, enginn annar en Lilli sjálfur mættur á svæðið. Við héldum nú annsi vel út og kom svo einkadriverinn okkar og sótti dömurnar sínar. Í dag var svo auðvitað aftur farið í pottinn en hann var þá orðinn þó nokkuð skrautlegur, nokkrar húðfrumur, ostur, naglalakk, sjálfsögðu áfengi og ýmislegt fleiri hafði þá komið við ofan í pottinum. ÞESSI HELGI VAR FRÁBÆR, TAKK FYRIR ALLT ELSKURNAR MÍNAR! KOSSAR OG KNÚSAR FRÍDÍ :*
föstudagur, desember 10, 2004
Egóisti dauðans!
Hann muniði sjá á blog.central.is/kjallin Já, þar eru rosalegustu sjálfsmyndir sem ég hef séð, hélt bara að ég mundi míga í mig af hlátri. En ef þið viljið sjá eina punknurse þá skellið ykkur á síðuna hans Sigga pönk helviti.com/punknurse mæli með að þið skoðið þessar síður. Kv Frídí :)
Á MORGUN :)
Á MORGUN ÞÁ...... Jáb, þá bíð ég bara eftir að þið komið og sækið mig í vinnuna og við skellum okkur austur og á SÁLINA :) ég bara bíð :) Kv Frídí :)
fimmtudagur, desember 09, 2004
Ekki á morgun heldur hinn.............
Þá hvað??? Hvað skildum við gera þá??? "Krókurinn hér hvar og hvenær sem er" "Þessi Svanfríður þessi Svan Svanfríður" Hei!! Alveg eins og mitt nafn!! Já ég verð reddí á Lansanum og bíð eftir ykkur girls að komið og sækið mig í ruglið :) Kv Frídí :)
miðvikudagur, desember 08, 2004
3 DAGAR Í ......
3 DAGAR Í SUMARBÚSTAÐINN OG SÁLINA :) Það verður sko ekki leiðinlegt stúlkur mínar!!! Kv Frídí :)
mánudagur, desember 06, 2004
Glæponar :/
Ég skoðaði glæponasíðuna í DV um daginn og hvað haldiði?? Sko þar var einn sem er fyrverandi kærasti vinkonu minnar, annar sem var með mér í Digranesskóla í hinum bekknum og svo er einn sem gerði svo mikið sem að myrða eiginkonu sína, en hún var með með mér í bekk í MK. Það er nó sko stóra spurningin sem erfitt er að svara og það er hvað gerist í höfðinu á svona mönnum?? Ekki meira blaður í dag, verð víst að halda áfram að vinna kv Frídí.
sunnudagur, desember 05, 2004
*Sing star*
Já það eru sko ekki bara gefin lyf á barnadeildinni!!! Eftir þetta uppistand hjá mér og Beggu um daginn hjá einni lítilli þá var henni gefinn Sing star og við fengum áskorun sem endaði með að sú litla malaði okkur :) Og ekki nóg með það!! Fékk svo sturtuna yfir mig af vatni því krakkarnir hafa annsi góaðn húmor og gerði einn það svo gott að srauta svona gusuna yfir mig og mikið hlegið :) Við tékkum á þessu með taxann í vikunni og finnum út hvað við eigum að borða gott og ekki klikka á bikiníunum stúlkur því það verður sko potturinn! En hvað ætli ferð með taxa kosti frá úthverfi Hveragerðis til Selfoss??? Ég skal segja ykkur það að einu sinni þá vantaði 10 kall upp á taxa hjá Elvu systir og hún ætlaði að stökkva inn til sín og sækja 10 kall en blessaður ökumaðurinn trúði henni ekki og hljóp út á eftir henni með 10 kalla búnt á lofti og hjótaði að lemja hana!!!! "Berðu mig bara já berðu mig bara" sagði svo greijið Elva. Svo daginn eftir þá fyrir svona rosalegri tilviljun lenti hún á ljósum við hliðiná honum!!!! Jæja ætla heim úr vinnunni því það er svo morgunvaktin á morgun BÆBÆBÆBÆBÆ kv Frídí :*
Frá framkvæmdastjóra... enn einu sinni !!!
Jæja stelpur er búin að tala við alla sem staðsettir eru á klakanum... og það er ákveðið að við förum í heimsókn til Elínar og Jóns miðvikudaginn 15. desember... um klukkan 16:30- 17:00 og og á eftir förum við svo í bæinn og upplifum smá jólastemmara... kíkjum á kaffihús...o.s.frv.... er búin að tala við Ellu gellu og tilkynna komu okkar ;o) heyrumst og sjáumst... :o)
Ein spurning
Getur mar fengið taxa í sumarbústaðinn sem skutlar okkur á Selfoss??? Sko við Ýr höfum reyndar pantað okkur pizzu í bústaðinn, kannski bara spurning um að gera það og fá svo far með sendlinum????? Ha....
miðvikudagur, desember 01, 2004
Ýmislegt getur glaðið lítið hjarta :)
Ég og Begga sem er splunku nú hjúkka eins og ég, við vorum inni hjá einni lítilli í dag sem var að hlusta á Britney og hvað haldiði??? Við misstum okkur aðeins og störtuðum smá uppákomu!! Já, dans og söngur okkar Beggu ómaði um stofuna hennar og þetta fannst henni ekki leidðinlegt og hló annsi mikið. Ég er nú ekki venjulega með svona uppistand en eitthvað hefur komið yfir okkur Beggu þarna sem gladdi lítið hjarta :) Svona er það nú, það er neflilega annsi erfitt að skilja þessa vinnu eftir í vinnunni, mar á neflilega marga litla vini þarna. Einn lítill vinur minn kom til mín með jólabrjóstsykur og sagði "Þetta er handa þér Fríða, af því þú mannst alltaf eftir mér og lyfjunum mínum" Já maður kemst nú ekki mikið hjá því að lifa og hrærast með þeim og fjölskyldum í þeirra lífi. Jæja bráðavaktin er byrjuð svo ég ætla að skella mér fyrir framan TVið. KV FRÍDÍ