þriðjudagur, nóvember 30, 2004
Hittingarnir...
jæja stúlkur næsti hittingurinn átti að vera hjá Drósinni... í nóvember... en það er auðvitað svodið erfitt að bjóða til sín... nýjum mömmum, skólanördum og vinnuölkum til sín til Denmark... á meðan maður er sjálfur að drukkna í læknisfræðinni... en þess vegna er næsti fundur...samkvæmt planinu á síðunni okkar...hjá Fánanum í janúar... hvernig líst ykkur á það... og það skemmtilega við það er að líklegt er að Drósin verði þá á landinu :o))))))9 jæja fáni nú legg ég þetta í þínar hendur að skipuleggja ;o))) kv Framkvæmdastjórinn!
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Loksins frí eftir 2 vikur en.........
Ömurlegt hreint út sagt, þó börnin séu indisleg og allt það og æðisleg deild, en það var alveggjörsamleg bilun að gera í vinnunni og eru nú takmörk fyrir því upp á hvað manni er boðið. En deildarstjórinn lánaði annari deild hjúkku frá okkur og þá vorum við aðeins tvær nýútskrifaðar hjúkkur með stútfulla deild og tvo sjúkraliða með okkur og hef aldrei verið í annari eins klikkun, deildarstjórinn hlýtur nú að treysta okkur fyrts hún skilur okkur nú tvær eftir með þetta allt saman. Hún Þorbjörg sem var með mér lætur nú ekki oft í sér heyra en þarna varð henni nú víst nóg boðið og lét bara allt flakka á deildarstjórann. Fór svo í mat til mömmu og bara sofnaði þar en vaknaði svo kl 7 á laugardagsmorguninn gjörsamlega að drepast í maganum, já það fór allt gjörsamlega upp og niður þennann sólahring og ég er nú seinnipart sunnudagsins aðeins að jafna mig. Ömurlegt, loksins þegar mar ætlar að njóta frísins en nei, þá fær mar bara píningu í staðinn. Svo ég fer þá bara aftur í vinnunna á morgun hálf slöpp og þreytt eftir helgina. Bíð þá bara eftir næstu helgi en reyndar var þá troðið upp á mig aukavakt og ég kann auðvitað ekki að segja nei en sem betur fer bara á sunnudagskvöldið, því við splunku nýju hjúkkurnar á barnadeildinni ætlum að hittast á laugardagskvöldið og hafa það kósí og fá okkur smá öl og kíkja aðeins út á lífið. Hugsið ykkur svo helvítis ógeðið sem tók litlu stelpuna upp í bílinn til sín!! Já, þetta gerðist nú bara í minni götu "Álfhólsveginum" sem ég er búin að búa í 18 ár, þetta hefði nú getað verið systir mín, ég þakka nú guði fyrir að þetta var nú ekki hún. En þvílík ógeð geta nú sumir verið og ógeðslega verður mar nú reiður þegar mar heyrir svona. Veit ekki hvert þetta allt saman er að fara!!! Nóg af blaðri í mér í dag, bæ bæ bæ bæ kv Frídí.
föstudagur, nóvember 26, 2004
Til hamingju...
...með afmælið Bjór :o) kv. nJÓLi
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
ANDVAKA ANDVAKA ANDVAKA ANDVAKA
Augun lokuðust en heilinn var greinilega ekki reddí í að fara að sofa. Þegar ég loksins leit á klukkuna og hafði ekki einu sinni dottað, þá var klukkan 04.26 ég og ég gerði aðra tilraun, en svo klukkan 05 þá klæddi ég mig og ætlaði heim til gamla settsins míns en hugsaði hvaða rugl er nú þetta svo ég lagðist aftur upp í og gerði aðra tilraun einu sinni enn, en þegar ég loksins sofnaði þá var klukkan örugglega orðin 06. Þetta er nú meira ruglið í manni, held ég sé alveg að tapa mér þessa dagana, mikið verður nú yndislegt á laugardaginn að fá smá frí eftri 2 vikur. Ég bíð bara eftir 11. des "SÁLIN Á SELFOSSI OG SUMARBÚSTAÐUR OG HEIURPOTTUR MEÐ YKKUR STÚLKUR" Ýr bíður líka spennnt eftir að við skellum okkur. Jæja ætla að halda áfram að vinna. En heyriði svo er nú ein af okkur á leiðinni í eldri manna tölu hér, já það nálgast óðum hjá henni Gönnsó!!!! Gúd bæ Frídí.
Til hamingju Elín okkar!!
Ég var svo heppin í gær þegar ég var í vinnunni að ég vissi af henni Elínu okkar á næstu deild við mig "fæðingardeildinni" og rölti þar inn og vitiði hvað ég sá inni á stofu 4?? Rósa og Jón Heiðar tóku á móti mér og byrjuð að hringja í ættingjana og geislaði öll, enda fékk hún þennan fallega prins á afmælisdaginn sinnn. Þegar inn var komið var hún Anna ljósmóðir sem var að enda við að taka á móti prinsinum okkar. ég gekk beint að Elínu með þann litla á maganum, pínu lítill með bláar táslur og löðrandi í fósturfitu og aðeins farinn að opna augun. Þetta var hreint út sagt yndisleg stund, Elín átti bara varla til orð til að lýsa ánægju sinni og ljómaði öll og mér fannst hreint út sagt æðislegt að koma í þetta yndislega augnablik. Þetta er yndislegur og rosa flottur drengur og enn og aftur til hamingju með drenginn Elín og Jón Heiðar. Kv Frídí
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
Lítill strákur :o)
Jæja bumbubúinn loksins kominn í heiminn. Þetta var lítill strákur og hann kom í heiminn um 17:30 :o)))))))))))))))))))))))))))))) TIL HAMINJGU ELÍN OG JÓN
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
hellú túttís!!!
Jæja hvað segiði þá?? Ég get nú ekki sagt annað en ég vinni börnum til bóta en nú á föstudaginn vann ég bara sjálfri mér hreinlega til óbóta!!! Já, ég fékk allt í einu kuldaköst og ældi og fór heim úr vinnunni. Hélt ég mundi ekki komast á reunionið, ældi eins og múkki þegar ég kom heim en náði svo að sofna og þegar ég vaknaði þá var eins og ég hefði sofið í tvo sólahringa svo ég ákvað að taka mig til og skella mér. Það var nú annsi gaman, en nei Magga mín ég gerði ekkert af mér, er hætt að gera gamlar syndir takk fyrir. Svo voru það blessaðar næturvaktirnar um helgina og ekkert frí fyrr en næsta laugardag. En vitiði hvað?? Ég var spurð hvort ég væri til í að fara með krabbameinsveik börn til Írlands núna næsta sumar í sumarbúðir, það er reyndar sjálfboðavinna en hótel og allt uppihald er borgað, ég gat nú ekki annað en sagt já við svona boði og ætla því að skella mér í þetta. Við systur og Camilla frænka skelltum okkur á Bridget Jones í gær, ég hringdi í Camillu og sagðist vera á leiðinni, hún sagðist nú ekki búast við neinu öðru en eitthvað mundi gerast á leiðinni eins og venjulega, því síðast týndi ég símanum mínum þegar ég kom í bíó og við breyttum miðunum tvisvar svo við mundum nú komast það kvöld en auðvitað var svo síminn bara heima. En nú í þetta skiptið var svo myndin ekki sýnd í bíóinu sem við fórum í en svo hitti ég á rétta bíóið. Myndin æðisleg, auðvitað af því hún Bridget er svo meiriháttar :) Ég henti þeim svo heim stelpunum og náði í Eddu og við tókum smá rúnt á Laugarann, allt í einu gaus upp þessi rosa sviða lykt, vissi bara ekki hvað væri að gerast, Edda spurði hvenær bíllinn var síðast smurður, svo fannst mér þetta ekki vera neitt grín lengur og sagði við Eddu "Mannstu ég hef lent í því áður að bíllinn hefur næstum sprungið!! Út í eyju þegar litla Lúsin gafst upp á mér og allt í einu rauk upp úr henni" Svo bara versnaði lyktin enn meir og ég komin á Sæbólsbrautina og sagði sko "Nú er bíllinn af fara að springa Edda, þetta er sko ekki sniðugt lengur" og ætlaði að stoppa við næsta tækifæri en þá keyrðum við beint að þessum blessaða bruna í Klettagörðum og mikið var ég nú feginn að þetta væri nú ekki bíllinn minn sem var að springa enda var mér hætt að lýtast á blikuna en við Edda hlógum nú annskoti mikið yfir þessu, en er þetta nú ekki bara týpískt fyrir mig??? Ætla að hætta þessu blaðri í bili bææææææææææææææææææ kv Frídí.
sunnudagur, nóvember 21, 2004
VÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ
ÉG KEM HEIM UM JÓLIN... reyndar blájólin (2 daga), en jólin samt. Geri kannski ekki rád fyrir ad hitta ykkur allar thá en svo kem ég aftur heim í janúar og thá verdur sko fjör! djöfull hlakka ég til ad sjá ykkur elsku rassgötin mín. Ef eg verd ekki farin yfirum thá... Mikid ad gera hér lesi lesi lesi. THoli ekki thennan helv. lesesal, allir ad fara yfirum af stressi og eg veit ekki hvad.
Ég er ad spá í ad vera svört alla næstu önn.. hvernig líst ykkur á thad? OG HVERNIG VAR VIDEYJAR-REUNIONID? SVONA...SLÚDUR TAKK!! HVER HÖSSLADI SVO HVERN?
Nú tharf ég ad fara heim. ég er nebblega ordin klikk. (whats new..) Engin furda ad allir læknar séu svona klikkadir, their lesa allir yfir sig. Munidi eftir ruglada kallinum á bókhlödunni? Hann er læknir og las víst yfir sig.
Ég er á fullu ad kenna lidinu á ganginum mínum íslensku. Nú kunna thau "helvítis lygi", rassgat og rassfidla (thad sídarnefnda er víst eitthvad ljótt ord á thýsku!) Thad segir allavega Lars og hann er thjódverji.
En nú VERD ég ad fara!
Bleee. kvedja magga
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
JÓLATUBORG !!!!!!!!!!!!
JÓLATUBORG KEMUR Í HÁDEGINU Á MORGUN STÚLKUR :) við könnumst nú við hann! Ég fór allavega upp í Mosó á síðustu Þorláksmessu til að ná mér í Jólatuborg því hann var víst uppseldur í bænum. Kv Frídí :)
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Aumingja kellingin hjá Intrum!!!!!
Hún hafði svo rangt fyrir sér og ég svo mikið rétt fyrir mér, auðvitað henti Gugga greiðslukvittunina í hausinn á henni og kellingin gat ekki annað að bara sagt nú, nú, já sko, og var eitthvað að reyna að afsaka sig, þetta fyrirtæki ætti nú kannski bara að fara betur yfir bókhaldið sitt ha..... En ég segi nú bara gvuð hjálpi okkur stúlkur mínar á föstudaginn, ég ætla allavega að hafa það að markmiði að vita hvað ég heiti, því jább nú er sko komið að Óðinsvé/Viðey/Salatbar REUNION, ég er allavega búin að redda næturvaktinni minni svo ég kemst pottþétt, við verðum sko svartari en allt svart ef ég þekki okkur rétt með þessu liði!!! Hef ekki séð suma af þessum kokka rugludöllum í annsi langan tíma. En síðasta helgi var bara mjög fín, Gugga greijið að koma úr jaxlatöku og leið næstum yfir hana hjá Inga tannsanum okkar, allt í einu hætti hún að sjá og heyra og kallaði bara hjálp mamma (en mamma er sko klinkan hans Inga)!! Svo ég og Gugga vorum bara í spólukvöldi með Mirkó og John, alltaf mjög sérstakar spólurnar sem hann velur!! Svo ammæli hjá Emblu snúllu, ótrúlegt en hún er orðin 3ja ára. Svo lét ég Ýr plata mig á djamm, mér tókst nú að splundra heilum bjór á Vegamótum þegar ég var að taka fyrsta sopann, hann bara gjörsamlega rann úr höndunum á mér. Ég ætti nú að vera farin heim að sofa af kvöldvaktinni en nú er klukkan reyndar orðin 03 og ég enn á vaktinni, það neblilega getur verið erfitt að vera ein hjúkka og með einn sjúklraliða í stað 2 hjúkkur því ýmislegt getur nú gengið á og ég gat nú bara ekki hugsað mér að skilja Beggu eftir eina með sjúklaliða því mikið þurfti að vesenast í lyfjum og blóðprufum fyrir eina krabbameinsveika svo við vorum að klára það stúss og nú bara bíð ég eftir að Begga komi frá BSÍ því hún rétt skrapp til að sækja handa okkur í gogginn :) :) svo fer ég nú heim í bólið. Já ýmislegt hefur nú gengið á hjá okkur þessa vikuna þó lítið sé búið af henni og horfum upp á að stutt er nú milli lífs og dauða. Mar má nú bara þakka fyrir það sem maður hefur held ég, það reyni ég nú að gera þessa dagana. Jæja ætla að fara að háma í mig BSÍpizzu og kók. Gúd bæ girls kv Frídí kreisí nurs.
laugardagur, nóvember 13, 2004
Myndir...betra seint en aldrei
Jæja ég er búin að setja inn myndir síðan við vorum heima hjá Gunnhildi... en ég á ennþá eftir að fá myndirnar frá þér Guðrún ;o) ég bara bæti þeim við þegar þær koma ;o)en annars góða skemmtun... þetta eru kreisííí myndir... samt held ég einhvern vegin að það séum við sem erum eitthvað kreisíí!!!
föstudagur, nóvember 12, 2004
Allt gerir fólk nú til að græða!!!
Nylon að gefa út bók ha ha.... Ég hef nú ekki heyrt aðra eins vitleysu þessa dagana, allt gerir fólk nú til að græða, ég mundi nú ekki ganga í þann flokk þó ég fengi borgað fyrir það, aðra eins vitleysu getur annað fólk nú gert, guð minn góður segi ég nú bara, síðan okkar væri nú sniðugri en sú vitleysa. í hvaða rugli haldiði að ég sé nú í??????????? Endless rugl!! Systur mínar eiga það til að taka spólur á mínu nafni og svo bara gleymist að skila þeim og svo bara fæ ég það svona hrikalega í hausinn. Ég fékk hvorki meira né minna en innheimtu frá Intrum sem Gugga borgaði, en það var nú greinilega ekki nóg fyrir þá að skuldin yrði borguð heldur héldu þeir hálvitarnir enn þá að bögga mig, hringdu heim til mín og sögðu mér að borga, Gugga fór strax daginn eftir með greiðslukvittunina og síndi kellingunni sem hringdi og hún sem sagt hefur ekki gengið það vel frá því helvítiskellingin því ég fékk svo sent heim nú í vikunni LOKAAÐVÖRUN. NÚ ER ÞETTA ORÐIÐ ALVARLEGT MÁL og á víst að fara til lögfræðings. Ég held að þetta fokkings fyrirtæki ætti nú að slaka aðeins á látunum að rukka fólk og sjá betur um sitt bókhald og vita hverjir eru búnir að borga en ekki endalaust að elta mann uppi þó búið sé að borga fyrir meira en mánuði síðan. Svo gaman verður að sjá hvað kemur út úr þessu dæmi þegar mamma og Gugga mæta á svæðið í annað sinn með kvittunina. kv Frídí í endless rugli.
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Fæ ég að ráða?????????????
Ok ég skal gefa ykkur upp vinnuplanið mitt fyrir næstu viku, gjöriði svo vel : 15.nóv kvöldv, 16.nóv næturv, 17.nóv ekkert!!! 18.nóv ekkert, svo næturvaktir 19., 20. og 21. sem sagt næturvakta helgi!!!! Hvað segiði um þetta??? En vitiði hvað ég hef svo gert, já ég á stundum svo rugluð í svefni, reyndar gerðist þetta milli svefns og vöku um daginn eftir næturvakt þegar ég kom heim. Ég kom heim eftir næturvakt upp úr 08 og svo bara gat ég ekki sofnað af því kellingin fyrir ofan mig er ALLTAF á háhæluðum skóm, öllum tímum sólahrings, þeir hljóta að hafa verið grónir við hana þar til..... já og svo var klukkan 09 og svo að verða 10 og ég ekki sofnuð enn þá því ekki var hún farin úr helvítis skónum, en svo eftir svolitla stund þá hlýt ég að vera á milli svefns og vöku og orðin annsi þreytt og segi allt í einu það sem ég hefði vilja sagt hafa fyrir lögu síðan "nenniru að fara úr þessum skóm svo ég geti sofið eftir næturvaktina" já þetta hef ég sagt í svefnruglinu það hátt að hún heyrði það kellingin og ég heyrði ekki meir í skónum þann dag og hef ekki heyrt meir síðustu daga :/ stundum ætti ég nú bara að halda mér saman. Hei......... okkur Ýr var að detta svoldið sniðugt í hug!!!!!!!! Sálin er að spila á Selfossi 11.des og mamma Ýrar á nokkra sumarbústaði í Hveragerði svo við erum mikið að spá að skella okkur í bústaðinn, skella einhverju á grillið, heitapottinn og svo auðvitað Sálina, HVAÐ SEGIÐI UM ÞESSA TILLÖGU OKKAR?? LANGAR YKKUR AÐ KOMA MEÐ??? kv fRÍDÍ
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Jæja stúlkur... og hvað???
Hallí framkvæmdastjórinn hér... verð nú að viðurkenna það að ég er farin að hafa áhyggjur af RÖK... þessa síða er að rotna... fyrir utan smá lífgunartilraunir frá aðalritara félagsins honum Hreina Sveini... en hvað segiði stúlkur verðum við ekki að taka okkur á í skrifunum og hvað segiði um það að skipuleggja göngutúr eins og í sumar... með kósýstund á eftir í næstu viku kannski eitthvert kvöldið... Fríða´þú stjórnar svoldið því að þú ert í vaktavinnu... stelpur kílum á þetta við höfum gott að því að hreyfa okkur og hvað þá hittast og spjalla!!! RÖK KOMA SVO... GO RÖK ;o)))
ps. Maggannnnnn mín er það alveg pottþétt að þú komir ekki heim um jólin??? ;o(
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Græna hjólið
Ég veit að okkur systrum er ekki viðbjargandi, en hún Gugga mín átti að mæta til tannlæknis síðasta fimmtudag, hún leggur af stað úr Garðabæ en bíllinn hennar alveg á bensínljósinu og búinn að vera það lengi svo hún ákveður að taka bensín í Hamraborg í Kópavogi. Hvað haldiði að hafi gerst þegar hún er að koma að brekkunni til að keyra upp inn í Kópavog??? Já, auðvitað bensínlaus og ekki með símann og ekki með pening eða neitt svo hún ákveður að labba bara af stað í Kópavoginn og á bensínstöðina og hringja. Gugga labbar af stað og hvað haldiði að nú hafi birst???? Ekkert annað en grænt og riðgað hjól sem lá þarna út í móa, beint fyrir framan hana, jú, jú, Gugga hugsaði sig nú ekki tvisvar um og tók blessað hjólið sem lá þarna eins og himnasending og fór á því til baka heim í Garðabæinn, en hjólið var nú reyndar fast í einum gír sem var ekki beint léttasti gírinn svo Gugga kom móð og rauð heim og það eina sem hún gat sagt við Mirkó var "no time to explain" og tók lyklana af hinum bílnum og brunaði til tannlæknisins og rétt náði á réttum tíma stúlkan :) já svona var nú sagan af græna hjólinu en ég veit reyndar ekki alveg hvernig sagan af hjólinu sjálfu hefur endað því á sunnudaginn var einhver búinn að taka hjólið!!!! Ótrúlegt en satt en ég sjálf fór ekki á hjúkkureunionið á föstudaginn, reyndar mikið skömmuð fyrir það, en ég var svo búin á því að ég sofnaði hjá gamla settinu mínu og þegar ég vaknaði kl 8 um morguninn til að vinna þá var ég svo rugluð að ég mundi ekki hvar ég var. Fór svo í fordrykk til Heiðu kl sex og fórum svo á Rauðará, rosa góður matur en ömurleg þjónustan var ömurleg, eiginlega bara af verstu gerð, yfirþjónninn sagði bara að það væri nú sko bara eitthvað klikk í salnum!!!! Ég hélt að það væri hann sem ætti nú að sjá til þess að það gerðist nú ekki! En gott kvöld og skemmtilegt djamm :) Svo var það hárið í gær, það var nú bara rosa flott, en toppaði reyndar ekki alveg fyrri sýninguna sem var fyrir um 10 árum síðan, þá fór ég tvisvar. Hef ekki meira að segja í bili en bæjó kv Frídí :)
föstudagur, nóvember 05, 2004
Kreisí vika!!!!!!!!!
Ég bara veit ekki hvað ég heiti eða hvort ég er að koma eða fara þessa dagana, alveg kreisí í vinnunni, svo líka kann ég ekki að skilja vinnunna eftir, þarf alltaf að draga hana með mér heim. Er varla í stuði fyrir helgina, reunion á morgun sem ég er bara alls ekki í stuði fyrir að fara eftir alla þessa viku, ætla frekar að taka því rólega með Guggu sys, þarf nebilega að mæta á morgunvaktina á laugard sem kemur ekki á óvart. Svo út að borða með nokkrum vinum á laugard og er líka boðin í afmæli og svo á Hárið á sunnudkv. já er hreinlega að kafna þessa dagana en svo loksins helgina eftir þessa helgi á ég loksins fríhelgi eftir 5 vikur jibííí..... :) Get bara hreinlega ekki beðið eftir því. ætla að halda áfram að vinna á næturvaktinni bæjó kv Frídí :)
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
Vefsíðan okkar...
jæja stúlkur... vefstjórinn er loksins búinn að taka út og eyða profile síðurnar og nafna + myndir síðuna... en myndasíðan sjálf er ennþá og ég bæti við myndum frá Gunnhildar- fundi sem allra allra fyrst... þarf reyndar að fá sent frá þér Guðrún... nennjú próf aftur að senda ;o) það væri frábært ;o) kv. Njóli