fimmtudagur, október 28, 2004
Fyrir akkurat tveimur árum síðan í kvöld þá.......
Vitiði hvað við hjúkkuvinkonurnar gerðum þá???? Halla og Hjördís héldu afmælismatarboð og voru óvænt með endalaust eitthvað gott að drekka og alltí einu vorum við allar orðnar annsi vel í því. Við skelltum okkur bara niður í bæ og hittum stráka vini okkar og hvern haldiði að við höfum hitt líka?????? Engan annan en Ron Jeremy og buðum honum að koma í hjúkkuskólann okkar. Hann tók niður númerið okkar og viti menn, hann hringdi um morguninn og sagðist vera á leiðinni og svo bara birtist maðurinn í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og hélt þar smá fyrirlestur. En ekki voru allir jafn ánægðir með þetta tilefni og má nefna forseta deildarinnar sem vildi endilega fá að vita hverjar stungu upp á þessari uppákomu!!!! ég og Hrefna eru þá ekki góðar fyrirmyndir deildarinnar, Hrefna formaður í stjórninni og ég í skemmtinefndinni :) get nú ekki annað en sagt að okkur dettur nú ekki ýmislegt í hug. En helmingurinn af okkur hjúkkuvinkonuhópnum og nokkrir aðrir vinir eru staddir á Neskaupstað og voru að minna mig á sig í gær. Get heldur ekki sagt að ég hafi ekkert að gera, á morgun er fræðsludagur í vinnunni og svo förum við í mat til deildarstjórans og á laugardaginn er fjölskyldumatarboð og hittingur með ykkur RÖK meðlimum :) Svo erum við Gugga sys að fá gest til okkar í heilan mánuð í Des og fram á næsta ár, gátum bara ekki sagt nei þegar hann Úros spurði okkur hvort hann mætti búa hjá okkur. Hann er besti vinur Mirkós hennar Guggu og góður vinur okkar Guggu og kemst því miður ekki heim yfir jólin eins og Mirkó og ekki látum við hann vera einan í Vík yfir jólin. Ég ætla að hætta þessu blaðri og segja BÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ kv Frídí :)
þriðjudagur, október 26, 2004
Edrú helgi... edrú fundur...
Jæja stúlkur nú styttist óðum í næsta fund hjá Guðrúnu Önnu á Laugardaginn... það hefur komið upp sú hugmynd að þetta verði edrú kvöld... spilakvöld... í rólegtheitunum bara svona til tilbreytingar... ætla ekki allir að láta sjá sig... endilega taka með sér spil ef þið eigið einhver... ég kem... Gunnhildur kemur... Fríða kemur... og já Guðrún ætlar að reyna að koma...;o) hehahahehehihih.. en hvað með þig María... og hvað með þig ELín... ætlið þið að koma... endilega láta vita sem fyrst... svo við vitum hvað eigi að versla mikið fyrir fundinn.... vona að þið komið... heyrumst... og já sjáumst fljótlega... kveðja framkvæmdastjórinn :o)
p.s. ég er hætt við að hætta að blogga á eddasmar.blogspot.com
fimmtudagur, október 21, 2004
Verkfalllllliiiiiiiðððððððððððððððððððð!!!!!!!
ANDSKOTINN... þetta helvítis verkfall er að gera útaf við mann... bíðabíðabíaðbíðabáibðaíbðaðaivðsibhgufh eftir að komast í vettvangsnámið... og er alveg hætt að lítast á blikuna... og já ... alveg hætt við það að fara að vinna sem kennari... enginn virðing..og engir peningar... engan veginn að heilla mig upp úr skónnum þessa dagana... ANDSKOTINN!!! Núna myndi Gústi segja... eddí ekki blóta... sorry can´t help it!!!aðstæður bjóða bara upp á það...
Er að hitna!!!!!!!!!
Jáb ég er að hitna, afi minn hann er svo klár að hann lagaði ofninn svo nú get ég sofið heima hjá mér. En mamma heimtaði að ég svæfi heima hjá þeim síðustu daga, en aumingja Jóa sys svaf ekkert fyrir rausinu í mér í nótt, hún vildi sofa upp í hjá mér í svefnsófanum og svo auðvitað byrjaði ég að kjafta upp úr svefni, byrjaði að pikka í Jóhönnu og spurja hana hver hún væri, hver væri nú við hliðiná mér, svo fór ég að tala á ensku (veit ekki af hverju) og margt fleira. Já ég veit að mér er ekki viðbjargandi! Ætla að fara að vinna, bæbæbæbæbæææææææææ kv Frídí
Er að hitna!!!!!
miðvikudagur, október 20, 2004
Litla kæliboxið mitt!!!
Tað er sko aðeins einn ofn í íbúðinni minni og auðvitað þarf hann að vera bilaður, hann hleypir ekki vatninu inn á sig helvískur!!! Svo ég er bara alveg að krókna, þarf að sofa í jogging buxum og peysu og sokkum og hafa teppi yfir sænginni minni og er með ískalt nefið. Svo ætli ég sofi bara ekki heima hjá gamla settinu eftir næturvaktina eins og ég gerði í dag. Svo er ég með þrjá lykla af lásnum á fataskápnum mínum og þeir bara vilja alls ekki fara inn í askotans lásinn nema þegar þeim hentar svo ég ætlaði aldrei að komast heim af næturvaktinni í morgun og varla að geta opnað skápinn áðan þegar ég mætti, ég ætla sko ekki að láta þurfa að brjóta upp lásinn einn daginn en það hefur nú gerst áður hjá mér, svo ætli ég fái nú bara ekki nýjan lás í morgunsárið. Ein sem vinnur með mér spurði mig hvort þetta væri nú alltaf svona í kringum mig, ég held nú bara að það sé rétt, hvað haldið þið???? BÆ BÆ BÆ BÆ, kv Frídí.
þriðjudagur, október 19, 2004
Sveitta gellan
Svitablettir eru thad versta sem til eru í veröldinni. Nú er ég med svitabletti.Vid Erik hjóludum sjúklega hratt í skólann til ad hann gæti nád tímanum sínum og ég held ad ég hafi aldrei svitnad svona mikid á æfinni.. Og vitidi hvad kom fyrir? Vid hjóludum gegnum eina götu thar sem eitthvad lid er med hænur og um leid og vid hjóludum fram hjá húsinu thá galadi haninn. Mér brá svo mikid ad ég HJÓLADI INN Í RUNNA... Jeminn eini. Ég hef aldrei skammast mín svona mikid á æfinni.. Ég ætla ad vera í peysunni minni í dag afthví ég er sviti.is
Sakna ykkar :(
-Magga
Bílaóheppni en ekki hjá mér í þetta sinn!!!
Verð að segja ykkur hvað gerðist fyrir Ingibjörgu systir hans Kidda vinar míns, hún var nýbúin að fá einn nýjan BMW og hvað haldiði?? Hún er að vinna í Myllunni og hún skildi hann eftir í gangi fyrir utan Mylluna í nokkrar sek og honum var stolið!!!! Nokkrum dögum seinna er Kiddi að keyra í bænum og sér strák á bílnum og eltir strákin og hringdi á lögguna sem kom einnig í eltingaleikinn og auðvitað gaf gaurinn í og klessti bílinn svona rosalega og bíllinn gjörsamlega í klessu, svo hún fékk nýjan. Hvað haldiði að gerðist svo?? Nokkrum dögum síðar þá stoppar hún fyrir utan bæjarins bestu og fékk sér eina með öllu, nema hvað!! Þar voru tveir rónar og annar datt svona hrikalega utan í bílinn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar og hurðin á bílnum í rúst, hún kallar á lögguna og hún segir "Jónas minn koddu með okkur inn í bílinn" og sagði svo við hana að hún er nú bara heppin ef hún er vel tryggð því þessi á sko ekki bót fyrir rassgatinu á sér!!!!!!!! Ekki var þetta ég í þessi skiptin :) En já ég átti annsi góða helgi, fór á körfuboltaleik hjá Guggu, og vitiði hvað??? Mirkó hennar Guggu hann vill endilega að ég kynnist vini sínum, sem sagt svertingja úr körfunni í Haukum og haldiði ekki að hann hafi nú ekki bara allt í einu birst með gaurinn á leikinn hjá Guggu og kynnti okkur!!!! Já, ég held að ég láti svertingjana bara eiga sig!! Held að það sé rétt sem Kyle vinur minn sagði " I think u are afraid of me Frída!!" Svo bara kósíkvöld hjá Tinnu á laugardaginn, svo mér tókst askoti vel upp með edrú og góða helgi :) En er næsti hittingur hjá þér um næskomandi helgi Guðrún?? Kv Frídí :)
föstudagur, október 15, 2004
Hjóna erjur!!
Það heyrist gjörsamlega allt inn til mín!!! Varð vitni að rosa rifrildi áðan hjá fólkinu við hliðina, mér var nú ekkert farið að lítast á blikuna svo ég fór út og á því augnabliki strunsaði kallinn út og brunaði í burtu. Ætla að vera ótrúlega róleg í kvöld, er að fara á körfuboltaleik hjá Guggu og er að elda fyrir gamla settið mitt,svo er það næturvaktin og svo er ég að fara á handboltamót hjá Jóhönnu á morgun svo ég verð öll í sportinu um helgina. Heyrumst girls, bæææææææææææææææææææææ, kv Frídí :*
Ein setning...fyrir helgina
Góða og vímulausa helgi stúlkur :o) knús gunnh.
miðvikudagur, október 13, 2004
Já blessuð ferðin!!
Hvað segið þið stúlkur????? Eru þið hinar ekki til í þessa sniðugu uppástungu hjá henni, að við skreppum aðeins að viðra okkur á Akureyri?? Ég er sko meira en til í það, finnst að við ættum að skella okkur. Síðasta djammferð mín þar var þegar við hjúkkur fórum með verkfræðingum á skíði til Akureyrar, já þessar skíðaferðir hafa nú verið annsi skrautlegar, mér boið upp á einkadans hjá karlstrippara í skíðaferðinni á Sauðarkrók, það var nú meiri ferðin. ekki varð nú mikið úr hefðbundri og árlegri árshátíð með verkfræðinni eftir það, einfaldlega er það ein af ástæðunum að við hjúkkurnar vorum 8 ásamt 40 verkfræðistrákum og voru stelpurnar úr þeirri deild ekki pent ánægðar með það. Auður fékk einfaldlega að heyra það að við værum að stela strákunum þeirra og að við hefðum nú átt að hafa slegið upp alsherjar orgíu þar!!! En allavega finnst mér að við ættum að skella okkur á Akureyri, minn fæðingarstað!! Kv Frídí.
Fólk með Sirrý!!!
Hver sá Berglindi Rós í Fólk með Sirrý??? Gunnhildur þú heppin... hún er bara með eins klippingu og þú(reyndar aðeins síðara hár og ljósara...hjúkket)...Njáll Óli
Ferðin...
jæja ég er að hugsa um draga til baka tillöguna um akureyrarferðin hjá RÖk.... aðeins of lítill áhugi... finnst mér... ég fer bara seinna að tjútta í sjallanum... en kannski ágæt hugmynd í staðinn að vera menningarlegar og fara saman í leikhús... já eða kannski getum við hist og föndrað jólajóla.... :o) æ bara svona uppástunga... kv framkvæmdastjóri
þriðjudagur, október 12, 2004
Hvað haldiði nú hafi gerst??
Sko ég fékk útborgað eins og ég væri bara í 50% vinnu og fór að leiðrétta það en þá var mér sagt að konan sem sér um mín mál væri í útlöndum. Svo borgaði ég Euro og þeir hjá Euro tóku tvisvar út af debetkortinu mínu!!! Ekki einu sinni hægt að treysta þessum peninga fyrirtækjum, mar bara snuðaður, ekki eins og ég megi nú við því!! Já held ég sé bara að fá magasár yfir þessu öllu saman. Held ég vilji bara skella mér í heilsuhælið í Hveragerði. Eða kannski bara til Akureyrar yfir eina helgi og ég er búin að lofa Hinriki Inga vini mínum að heimsækja hann þanngað svo við tökum hann með okkur á djammið þegar þanngað verður komið. Ég er til í að fara þanngað aðra helgina í Nóv, kemmst ekki fyrstu helgina því það er reunion hjá okkur hjúkkunum á föstudeginum og fínt út að borða með Tinnu, Heiðu Gröndal, Ýr, Kidda, Kristó og Viðari á laugardeginum. En kemst ekki 30. okt því þá er ég að vinna á kvöldvakt. Heyrumst, gúd bæ, kv Frídí.
mánudagur, október 11, 2004
Surprise
Surprise, surprise, surprise, surprise, surprise!!!!! Hver hefur loks ákveðið að drita einhverju niður hér!!!!!jú, enginn annar en hvuttalingurinn sjálfur, öðru nafni hvuttinn eða eins og Rök titlar mig...Skarphéðinn Óðinn. Þetta er ekki djók að eða lygasaga að þessi atburður eigi sér stað heldur SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ. Jebbs hef verið í algerri blogglægð eftir Þýskaland en aldrei að vita nema finguna langi virkilega til að hafa eitthvað, bara eitthvað til málanna að leggja. Jú jú er nú búin að hitta ykkur nokkrum sinnum og fá sér örlítið neðan í því en uss uss uss ekki mikið samt. Er lítið búin að hitta Möggu, u hum skrýtið? Æ Æ Æ er strax orðin threytt í puttunum mínum.
P.s. Hvernig hljómar kvenfelagsfundur þann 30. oktober hja mér???? Meine Eltern eru eitthvað að hangsa í Karabískahafinu á eitthverju skipi á þessum tíma ( skil ekki hvernig þau nenna því svona tiltölulega nýkomin af þessu blessaða hafi)og hentar þá einkar vel að nýta þeirra fjarveru.
Komment vel þegin!!!!
Er að fara til London í viku þann 10.janúar. Æ en leiðinlegt;(
Baráttukveðjur til okkar allra....Guðrún Anna
Mig langar...
hæ skvísur... hvað segist... ég og Gunnsa vorum að spjalla saman áðan ... og þá barst talið yfir í sumarbústaði.. og ferðalög... nýjasta hugmyndin er síðan sú::: langar ykkur ekkert að við skellum okkur saman í sumarbústað eða jafnvel bara alla leið norður... fáum kannski bara íbúð þar og svo tjútt í Sjallanum og alles... ;o)... hvað segiði túttís... langar ykkur???MIG LANGAR... Þá kannski fyrstu eða aðra helgina í nóvember...??? endilega láta í sér heyra :o)
sunnudagur, október 10, 2004
Sunday
HALLÓÓÓÓ.....Thad er sunnudagur og enn ekkert helgarslúdur komid inn! Hvad er málid, verdid ad hugsa um lidid sem er ekki á landinu og á ekkert líf og verdur ad fá nýjustu fréttir beint í æd! Engar nýjustu fréttir hédan thad er komid frost og ég er ordin húsgagn á læknabókasafninu. Datt reyndar óvænt í thad á föstudaginn, kom heim kl. 5 um daginn eftir heilakrufningu og var gjörsamlega daud úr threytu og hlammadi mér bara fyrir framan sjónvarpid med Matthíasi og vid horfdum á fyndnustu hæfileikakeppni ever. Munidi eftir hip hopinu??! Thad er greinilega ekki dautt hér.. Greinilega mikid af hæfileikafólki sem æfir sig heima í laumi hahahaha...
Svo kom Erik heim fullur eftir fredagsbar og smitadi alla í ad fara á fyllerí. Vid tókum 5 eda 6 drykkjuleiki og röltum sídan á barinn. Ég var á rassgatinu thegar eg kom heim, enda drekkandi med 3 karlmönnum og vildi nottla ekki vera minni madur en their, enda ad passa upp á RÖK-ordsporid(drekkum alla karla undir bordid) sem er nákvæmlega thad sem ég gerdi.. fékk líka ad heyra ad ég væri gedveikasti Íslendingur sem til væri. en nú verd ég ad fara ad lesa, enda líka ad passa upp á snillingsordspor RÖK..
Hafidi thad gott, elskurnar. Maggie.
laugardagur, október 09, 2004
Fjandans djöfull
Hvernig gat ég bara gleymt ad fara í brjóstahaldara??
Magga
miðvikudagur, október 06, 2004
Brandari :o)
Karlmaður er hrifinn af þremur konum og veit ekki alveg hverja hann á að
velja sem eiginkonu svo hann ákveður að leggja fyrir þær smá þraut. Hann
gefur hverri konu 500.000 kr. og fylgist svo með hvað þær gera við
peningana.
Sú fyrsta fer í alsherjar upptekt. Fer á snyrtistofuna og
hárgreiðslustofuna
og fær þar allt sem hægt er að fá - kaupir svo fullt af nýjum fötum og
gerir
sig fína fyrir karlinn. Hún segir honum að hún elski hann svo mikið að hún
vilji halda sér til og vera fín fyrir hann. Maðurinn er ákaflega ánægður
með
þetta.
Sú næsta fer og kaupir alls konar fínar gjafr handa karlinum. Nýtt
golfsett,
allskonar dót fyrir tölvuna hans og flott og dýr föt handa honum. Hún
segist
elska hann svo mikið og þess vegna hafi hún ákevðið að eyða öllum
peningunum
í gjafir handa honum. Aftur er maðurinn ákaflega ánægður.
Sú þriðja fjárfestir á hlutabréfamarkaði og græðir mörgum sinnum
500.000.kr.
Hún skilar manninum peningunum sem hann gaf henni í upphafi og fjárfestir
síðan afganginn í sameiginlegum hlutabréfasjóði. Hún segir honum að hún
elski hann svo mikið og vilji eiga fjárhagslegt öryggi með honum í
framtíðinni Að sjálfsögðu var maður ofsalega ánægður og stoltur af þessari
konu.
Hann íhugaði svo í langan tíma um hvað konurnar höfðu gert við Peningana og
síðan..............................................
> >
> >Giftist hann konunni með stærstu brjóstin !!!!
> >
karlar eru alltaf karlar
kv. Njáll Óli
Hárlaugur!!!!!!!
Hafðið heyrt annað eins nafn??? Hárlaugur Hmm...., já þetta nafn varð á vegi mínum eins og þegar ég var í hjúkrun þá rakst ég á nafnið Snekkja í hjúkrunarsímaskránni og vitiði hvar hún býr?? Hún Snekkja býr í Skútuvogi, ég held að ég hefði nú ekki flutt í Skútuvoginn ef ég væri Snekkja. Ég mundi nú hugsa mig aðeins um áður en ég gæfi einstaklingi nafn. BÆ jó, er að fara að borða, en verð að segja að mig langar hroðalega í Jakobs pítu en hún fæst bara í Árhúsum í Danmörku hjá möggu, svo langar mig líka í Brynju ís en hann fæst bara á Akureyri en ég fæ víst bara spítalamat í kvöld og það er hvorki meira né minna en lasanja í matinn á Lansanum í kvöld!! Bæjó aftur, kv Fríða :)
þriðjudagur, október 05, 2004
Hææææ!!!
HVAD SEGIDIDI THÁ??
Allt gott ad fretta hédan frá Árhúsinu er bara drukkna semsagt. Er ad skrópa núna til ad vinna upp og af thví ad bekkurinn minn fer í taugarnar á mer thessa dagana.. Á eftir ad vera í skítnum thangad til prófin koma. Var ad væflast alla helgina í taugaanatómíu og svo á sunnudagskvöldid hringdu strákarnir upp í herbergi til mín til ad bidja mig um ad koma ad horfa á video, their ætludu nebblega ad horfa á Mulin Rouge!! En svo biladi hún og vid horfdum á The Ring í stadinn... (((ekkert leidinlegt ad horfa á horrormynd med sumum..hmmmm))) En djöfull var ég ordin súr í höfdinu thegar ég fór loksins upp ad sofa. Eftir hálftíma í rúminu var mér hætt ad vera sama og stód upp og tók höfudkúpuna af bordinu og setti hana ofan í kassann.
Sídusta föstudag baud ég stelpunum (Gudnýju, Gudnýju Jónu, Evu og Tinnu) í mat heim á Skjoldhøj ádur en vid færum í Íslendingapartíid til Ástu Páls sem býr rétt hjá mér. Ég baud Lars ad borda med okkur og ég frétti seinna ad Erik hefdi ordid pínu sár afthví ég baud honum ekki líka hehe. Svo fórum vid til Ástu og eftir mikid fjör og gaman og marga bjóra fór ég heim aftur og hinir fóru í bæinn. Ég fékk nebblega thá snilldarhugmynd ad byrja ad læra strax morguninn eftir.. .. Allur næsti dagur for í thynnkubömmer og ég las hvorki skít né nokkurn kanil. En nú ætla ég ad fara ad lesa.
B l e s s og h e y r u m s t s e i n n a ! ! !
Kvedja, Margret
mánudagur, október 04, 2004
Tanke stúlkur :)
Takk fyrir æðislegt kvöld stúlkur mínar :* Ég vona bara að ekki verði allar myndirnar birtar :/ já sumar svoldið sérstakar eins og þegar við verðum sérstakar :) Svo er það helvítis þynnkan, ég er að tala um það að ég var gjörsamlega milli lífs og helju í gær, hef ekki getað borðað í tvo sólahringa!!! Náði loksins að troða í mig kjúklingi í kvöld, en jú jú heilsan er að koma. Brjálaða rok er þetta, mar fær bara hellur og höfuðverk í þessu veðri. Ég keyrði reyndar einu sinni í 32 metrum á sek á Hellisheiðinni eftir fjallakofann og blessuðu Hólmsánna, það var annsi hvasst þá, og aumingja Auður mín frekar bílhrædd en er sem betur fer búin að venjast því að vera í bíl með mér, enda vorum við samferða í 4 ár í skólann. Mjög skrítið að vera ekki í skólanum, núna er það ég sem er að leiðbeina hjúkrunarnemum og ber sem sagt alla ábyrgð á þeirra gjörðum. Jæja ætla að fara að horfa á sjónvarpið, gúd bæ, kv Frídí :)
sunnudagur, október 03, 2004
Fundurinn...
Jæja stúlkur langaði bara að þakka ykkur fyrir endalaust skemmtilegt kvöld... þetta varTÆR SNILLD!!! gleðigleðigleði... endalaus gleði :o)
föstudagur, október 01, 2004
Jæja tútís!!!!!!
Eru þið til í ruglið og vitleysuna á morgun??? Það er ég sko, ætla að hrinja í það og jafnvel gera einhverja vitleysu :) já já akkuru ekki, kannski bara að vera alveg blek!!!! Mar verður nú að hafa gaman af því sem mar er að gera. Er búið að ákveða matseðilinn á morgun????????????? Ég er til í hvað sem er!! Heyrumst, kv Frídí :)