mánudagur, ágúst 30, 2004
Ekki með lífsmörkum í gær!!!
Ég fór í mjög gott grillafmælispartí hjá Tinnu á laugardaginn, allir orðnir svona askoti vel í því og þar á meðal ég og svo Kiddi sem steinrotaðist í sófanum. Svo var auðvitað haldið í bæinn og þar hitti ég Helgu frænku og hann Viðar skellti sér með á stelpudjamm og fannst annsi gaman, en ekki fannst dama handa honum í þetta skiptið, ef þið vitið um einhverja þá megið þið láta mig vita, það þarf neblega aðeins að hrisst upp í kallinum, 29 ára og enn á lausu!!! Daginn eftir þá vaknaði ég og bara komst alls ekki fram úr af því ég var bara hreinlega að deyja, ég lá bara upp í og fór bara ekki fram úr, já svona getur sko farið fyrir mér, ég ætla nú ekki áð láta fara svona fyrir mér á næsta laugardag en þá verður óvissuferð hjá okkur hjúkkunum og læknunum. Mikið er ég stolt af henni Möggu minni að vera svona dugleg að flytja sjálf, ég hefði sko alls ekki þorað að hringja, ég er svo mikil mús en ég kann líka bara eina setningu á dönsku "en öl takk" svo veit ég ekki hvort að þessi er á dönsku eða sænsku en þetta var hrópað á eftir mér í köben í fyrra við Jóabúðina okkar "Kan jeg knulle með dig kun en gang kun en gang". jæja mircó og gugga eru orðin óþolínmóð að bíða eftir mér, bæó Frídí
hmmmm
Hæ hæ hvad segidi gott, stúlkur?
Nú er ég búin ad koma mér fyrir og vid í húsinu erum búin ad halda eitt partý og thad var heví gaman. Med mér í eldhúsi eru 4 danskir strákar, ein dönsk stelpa, ein stelpa frá Úkraínu, ein frá Rússlandi og svo einn íranskur kall. (!)
Um eitt-leytid fórum vid á barinn urdum alveg drukkin thar, strákarnir fá plús fyrir ad splæsa svona miklum bjór! Eftir barinn fórum ég og strákarnir heim og settumst inn í stofu. Ritt (danska stelpan) var horfin eitthvert. Seinna um nóttina kom Ritt inn í stofu frá herberginu hans Matthíasar og med einhverjum gaur sem hún var búin ad hössla og draga heim. Theim hafdi fundist svo snidugt ad fara inn um gluggann! Hún er rosa steikt en rosa fín og almennileg og hækkadi svakalega í áliti hjá mér thegar hún sýndi mér demanta-g-strenginn sinn inni í stofu thegar partíid stód sem hæst.
En thau eru öll mjög fín annars. Jæja kannski er best ad ég fari heim ad lesa.
En nú ætla ég ad prenta út einhver blöd og fara heim svo. Faridi vel med ykkur og ekkert sukk! :)
föstudagur, ágúst 27, 2004
Ég er komin út aftur og búin ad flytja!!
Já thá er ég komin út. Vona ad medlimir fyrirgefi thad ad ég gleymdi ad kvedja ykkur formlega (nema Fríduna thví ég thurfti ad sækja peysuna mína til hennar á sídustu stundu!!) en svona er thetta. Sídustu tvo dagana á Íslandi fattadi ég ad ég átti eftir ad gera allt svo ekki sé meira sagt. Svo endadi thad med thví ad ég gleymdi megninu af fötunum mínum og Ásta systir er búin ad eigna sér hárvaxid mitt! (over my dead body!!!)
Já, flutningarnir gengu eins og í sögu, bara. Daginn eftir ad ég kom út hringdi ég í eitthvad flutnings-fyrirtæki sem ég fann í símaskránni og hringdi bara, og vissi ekkert hvad ég ætti ad segja (ég hef aldrei flutt ein, hvad thá í útlöndum!) Svo thegar svaradi thá sagdi ég bara: Hæ, jeg skal flytte... hmmm.. svo skildi ég nottla ekkert hvad kallinn á hinni línunni sagdi og ég sagdi bara ja ja og svona.. Svo lagdi ég á og fór ad pakka. Mig vantadi límband svo ad ég labbadi út í búdina sem er vid hlidina á húsinu mínu sem er furdulegasta búd í heimi. Hún er bara alveg eins og Nóatún eda eitthvad en bara ógedslegri og thad er algerlega tilviljanakennt hvad er selt thar. Medan ég labbadi fram hjá matnum, prenturunum, borvélunum og fl. fann ég starfsmann og spurdi um tape. Nei, thau seldu sko ekki tape, en samt samt gjafapappír, afmæliskort og borda. Og gsm síma, möppur og gardhanska. BULLUKOLLAR.Svo ekki sé meira sagt. Svo kom flutningabíll kl. 8 næsta morgun og Eva Björk líka og svo bara fluttum vid!
Nýja húsnædid mitt er mjög fínt. Rúmgott herbergi med ágætlega stóru badherbergi og svölum. Thegar ég kom thangad var kollegíid sjálft búid ad útvega lítid rúm, skrifbordstól og náttbord og heimasíma! Ég ætla ad skila skrifbordstólnum thví ég á svoleidis en ég ætla ad halda thessu rúmi og nota thad sem sófa. (Sjálf á ég stórt IKEA-rúm.)
Svo deili ég eldhúsi, bordstofu og stofu med held ég 12 manns. Vid búum bara 5 tharna núna, Adrir eftir ad flytja inn. Thetta er allt mjög huggulegt og stórt, ánægd med thetta. Á kollegíinu er líka matvörubúd, thvottahús, líkamsræktarstöd, bar , kaffihús og fl.
Alla vega nóg um thetta kollegí.
Hvernig var á menningarnótt? Og var Frída búin ad segja ykkur stalker-söguna??
Vedrid hér er bara skýjad og leidinlegt. Nú tharf ég ad fara og kaupa herdatré og fleira skemmtilegt. Miss jú gæs, heyrumst.
Kvedja, Magga.
Símar: gsm 0045 26 42 54 81
heima 0045 82 50 92 73
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
Skemmdarverk!!
Elvis kom í mat til okkar um daginn ásamt nýjasta tengdasyni hennar móður minnar sem er víst þá nýjasti mágur minn. Svo er það helvítis talvan sem er að gera okkur systur brjálaðar svo hann tölvuverkfræðingurinn sjálfur ætlaði sko aldeilis að laga hana, en vitið menn!! Ekki var hægt að opna tölvuna í nokkra daga á eftir þar til Gugga gerðist svo góð að redda þessu ástandi. Svo er það hinn tengdasonur mömmu, sem sagt Mircó kærasti Guggu, hann sat svona spenntur yfir fótboltaleik að hannn stökk upp þegar Arsenal skoraði og dúndraði svona ógurlega í ofninn á veggnum að hann braut hann!!! já aldrei má of varlega fara, ég skil samt ekki þetta með ofninn, við systur sitjum stundum á ofninum (veit ekki afhverju) þar til rassinn er farinn að sviðna og okkur hefur ekki enn tekist að brjóta hann. Svo á hún Jóhanna lillan okkar Guggu og Elvis afmæli á morgun og Tinna líka, en við bara höfum ekki hugmynd um hvað á að gefa henni, en það verður spennandi að vita hvað kærastinn hennar gefur henni!!!!!!!!! Hún verður 13 ára á morgun og hún er sko búin að vera með strák í 1 ár og 9 mánuði!! Mamma vill nú helst ekki hafa tvo einstaklinga undir fermingarkirtlinum í vor, en henni líst nú samt askoti vel á drenginn. Svo er það Elvis hún var nú hvorki meira né minna búin að vera með tölvuverkfræðingnum í 1 og 1/2 mánuð þegar þau fluttu saman inn og voru nú að kaupa sér íbúð hálfu ári seinna. Já það gengur mikið á í þessari familíu og ég sit bara og bora í nefið og fæ mér öl með meðlimunum sem er sko ekki leiðinlegt :) Takk fyrir mig kv Frídí.
þetta er snilld...
Fékk þetta sent áðan...algjör snilld...líkist einna helst sögum af henni Fríðu okkar. Sorry...ð-in og þ-in vantar en þið getið örugglega lesið þetta :o)
> Skondin saga.
>
> Ég tók mér fla› bessaleyfi a› senda fletta áfram af blogg sí›u
> einni, ég
> vona a› fla› sé ekki illa sé› af höfundi.
>
> laugardagur, ágúst 07, 2004
> Er ég blind???????
>
> ....Nei, ég er ekki blind, en stundum tek ég upp á skrítnum
> hlutum
> eins og til dæmis á föstudaginn flegar ég var búin a› vinna.....mamma
> haf›i
> komi› til mín í vinnuna til a› skila plast-geisla sver›inu sem
> fiorsteinn
> sonur minn (5ára) haf›i gleymt heima hjá henni kvöldinu á›ur. fietta
> er svona
> hvítt plast sver›, en samt eins og stafur í laginu...
> Ég var sem sagt a› fara úr vinnunni í ansi gó›u skapi, flarf a›
> ganga
> ni›ur 3 hæ›ir, (nema flegar ég er sérstaklega löt flá tek ég lyftuna)
> Ég
> loka›i hur›inni a› vinnunni minni sveiflandi sver›inu og byrja›i a›
> ganga
> ni›ur stigann og í einhverjum andsk... fíflagangi fór ég a› leika
> blinda
> manneskju, rétti a›ra höndina fram me› geislasver›inu gó›a og flóttist
> vera
> a› fikra mig ni›ur stigann, ég átti ekki von á flví a› nokkur myndi
> sjá mig
> svona enda heyrir ma›ur alveg ef einhver annar er a› labba
> stigaganginn....e›a hva› ???
> Ég hef heyrn eins og fálki....en eitthva› klikka›i illilega hjá
> mér og
> heyrn minni flarna. Ég var svo ni›ursokkin í blindraleik mínum a› ég
> tók ekki
> eftir konu og unglingsstúlku sem mættu mér í stiganum, og flar sem ég
> er a›
> fikra mig ni›ur me› sver›inu sé ég a› konan gefur unglingsstúlkunni
> fast
> olnboga skot og gefur henni eitthva› merki. Hva› átti ég a› gera?
> Átti eg a›
> láta sem ekkert væri og spretta ni›ur stigann..... e›a átti ég a›
> halda
> upptekknum hætti og leika blindu manneskjuna fram hjá fleim ???
> Au›vita› hef›i ég átt a› brosa framan í flær og segja eitthva› á
> flessa
> lei›: "æ. fyrirgefi› fli›, ég er a› ath. hvort fla› sé óhætt a› hleypa
> blindri
> vinnkonu minni hér ni›ur"...bla...bla...bla.... en nei, hva› gerir
> vitlaus
> 42 ára gömul kona eins og ég ???.... nú ég held áfram a› fikra mig
> ni›ur me›
> sver›inu og vona bara í lengstu lög a› flær ver›i fljótar framhjá mér.
> fiegar
> ég er rétt a› komast framhjá fleim finn ég mér til mikkillar
> skelfingar a›
> teki› er fléttingsfast undir hendurnar á mér...já ég sag›i hendur. fiær
> tóku
> sér stö›u sitthvoru megin vi› mig og sú eldri sag›i "Vi› skulum
> fylgja flér
> ni›ur"
> Oh... my... god....svo hófst leikurinn,
> "trappa"..."trappa"..."trappa"...fletta fluldu flær alla lei›ina ni›ur
> flessar 3
> hæ›ir. fiegar vi› komum ni›ur flakka›i ég fleim fyrir og staula›ist af
> sta›
> veifandi geislasver›inu í allar áttir ( reyndi eftir fremsta megni a›
> leika
> fletta vel) eitthva› fannst fleim ég vera klaufsk og á›ur en ég vissi
> var sú
> eldri komin a› mér aftur og heimta›i a› lei›a mig alla lei›ina út á
> götu, ég
> reyndi a› afflakka en hún bara var flrjóskari en andskotinn og gaf sig
> ekki,
> hún opna›i millihur›ina (fla› eru sko tvær hur›ir til a› komast út) og
> flegar
> vi› vorum komnar a› a›al-útidyrahur›inni mæti ég afgrei›slustráknum í
>
> verslunn sem er á ne›stu hæ›inni, hann horf›i á mig me›
> undrunnarsvip,
> heilsa›i og spur›i hva› væri a› mér. fiá snéri sú sem var a› fylgja
> mér sér
> a› honum og hreytti í hann: hva› er a› henni?... hva› er a› flér? sér›u
> ekki
> a› hún er blind ?! ég lauma›ist til a› kíkja á úri› mitt og sá mér
> til
> mikillar skelfingar a› ég átti a› sækja fiorstein á leikskólann eftir 7
> mín.
> Ég snéri mér a› konunni horf›i samt framhjá henni , svona eins og
> blind og
> hreyf›i höfu›i› til hli›ana eins og hann væri taktmælir á hægri
> stillingu
> ( hef sé› blinda vísnaflautuleikarann gera svona) og sag›i:
> "yndis-flakkir
> fyrir hjálpina, ég redda mér núna" Hún svara›i : "ekkert a› flakka,
> gangi flér
> vel". Svo staula›ist ég út me› geislasver›i› hans fiorsteins og bei›
> eftir a›
> konan mundi láta sig hverfa upp stigann.
> Nei......... konan lét sig ekki hverfa, hún stó› flarna úti og
> seila›ist ofan í veski› sitt, tók upp sígarettupakka og kveikti sér í
> einni
> rettu.
> Hva› átti ég nú a› gera ? ég var or›in of sein a› sækja
> fiorstein.
> Andskotinn sjálfur.... ég mátti ekkert vera a› flessu, hver
> haf›i líka›
> be›i› flessa kellu a› skipta sér a› mér, ég opna›i bílinn henti
> geislasver›inu aftur í og keyr›i í burtu.
> Ég mun ekki reyna a› l‡sa svip konunnar flegar hún horf›i á
> eftir mér.
>
>
>
> That´s all folks !
þriðjudagur, ágúst 24, 2004
skemmtilegu myndirnar!!!
Verð bara að segja að þetta eru askoti fínar myndir af okkur röksystrum :) enda var þetta frábær dagur. Mig langar líka svoldið að fá eyjamyndirnar kannski vegna þess að laugardagsnóttin er svolítið riðguð fyrir mér svo gaman væri nú að sjá stemninguna á okkur Eddí þar. ég skrapp úr vinnunni áðan að sækja mat handa okkur á Vegamót og fór í vinnufötunum og var mikið brosað til mín, askotans testósterónið, það mætti nú líka halda það að sumir hefðu nú ekki fengið að ríða í mörg ár. Ég var svo dugleg í gær, fór út að labba í fossvoginum í 40 mín og fór svo í sund og synti alveg ágætlega en uppáhalds sundlaugin mín s.s. árbæjarlaugin var lokuð svo ég skellti mér í Kópavogslaugina. Ég man hvað ég hataði skólasundið, ég var einu sinni þar í brjáluðu roki og var við bakkan að fara að synda og vitið menn... eina skiltið sem var þarna var við bakkann og á því stóð skólasund, það hreinlega fauk á hausinn á mér, ekki varð ég mikið glöð þá!! Svo einu sinni lét sundkennarinn mig fara upp úr lauginni af því að ég stytti mér leið, hljóp s.s. yfir grasið en átti að labba á hellunum svo hann skipaði mér að fara aftur upp úr og alla leið til baka og labba aftur í laugina á hellunum!!! Hann var nú lúmskur perri sá!! svo var ég með tyggjó í lauginni og hann skipaði mér að henda því í ruslatunnunu sem var við hliðina á honum og ég spurði hvort hann vildi ekki bara rétta mér ruslafötuna, nei það vildi hann ekki og bað mig um að koma upp úr til að henda því!!!! Já sumum karlmönnum eru ekki viðbjargandi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Sjáumst svo um helgina stúlkur, kv Frídí
mánudagur, ágúst 23, 2004
Myndirmyndirmyndir
jæja núna eru það kvenfélagsmyndir... HUMARinn!!! Hópmyndin er ÆÐI!!!
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Get ekki beðið eftir næstu helgi!
Ég og Gunnhildur erum sko búnar að ákveða það að verða alveg svartar næstu helgi, ó já, ég get sko ekki beðið eftir því eftir þessa blessuðu vinnutörn, djamma af mér rassgatið og detta hroðalega í það og bara gera eitthvað af mér. Ég sá neblilega ekki mikið af menningarnótt, keyrði Helgu frænku í bæinn og sá bara skrítið fólk við Ara, öskrandi fullorðið fólk og læti svo ég bara forðaði mér heim. En ég er sko alltaf að átta mig betur á því hvað er stutt á milli lífs og dauða, ég var vel vör við það þegar ég mætti í vinnuna í morgun. Jáb svona er víst lífið svo akkuru ekki að njóta þess á meðan mar getur og bara vera sáttur með sitt. Gúd bæ Frídí
föstudagur, ágúst 20, 2004
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EDDA
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EDDA :* og takk kærlega fyrir mig, þetta var alveg meiriháttar, hreinlega át yfir mig. Nú ferðu bara að nálgast minn aldur!! Gaman að sjá Davíð og Ægir, long time no sí!! Mér líst bara vel á kærustuna þína Davíð :) Heyrðu Edda ég verð að segja þér að ég verslaði í ískápinn minn í dag!! og það er ekki neinn einasti bjór þar inni núna! Svo er það bananaísinn, við meigum ekki gleyma honum!! ég ætti kannski að standa upp af rassgatinu og gera eitthvað, er neblega í vinnunni en það er bara ekkert að gera, bíð bara eftir að komast heim og kannski að kíkja út á lífið með ykkur skvís, en vitið menn?? Ég sjálf Svanfríður Inga ég ætla að vera á bíl í kvöld. Kannski húkkar mar bara upp einhvern sætan á leiðinni heim, hvað veit maður???? Vinur hans Kidda hann er leigubílstjóri og það var sko ein sextug kona sem ekki var með pening fyrir farinu heim svo hún bauð honum bara að kíkja inn í kaffi! Ótrúlegt en satt þá þáði hann Haukur ekki boðið (eins og hann er nú víst!!). En ég og Ýr fengum einu sinni gott skutl heim með taxa, vorum að tala um hvað okkur langaði svo rosalega í pizzu og kók svo leigubílstjórinn stoppaði fyrir utan BSÍ og stoppaði þar mælinn og gaf okku kók og pizzusneiðar!! Ekki slæmt, en ég veit ekki hvernig ferðin endaði því ég stökk út á undan :) Nóg af bulli, bæjó sjáumst í kvöld kv Frídí
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Anskotans flugur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ekki skemmtilegir gestir kl 6 á morgnanna, fjandans suðið í þessum anskotans flugum!! Ég skal alveg viðurkenna það að ég hjúkkan sjálf var mesti flugupintingari þegar ég var lítil :/ tók sko af þeim vængina bara svona til að sjá hvernig þær mundu lifa af, svo kannski bara hausinn eða lappirnar!! Ekki finnst mé köngulærnar heldur skemmtilegar, þær eru sko hreinn viðbjóður, en mín versta fóbía eru fiskar, sjór(gæti verið að allt dramað í Hólmsánni hafi þar eitthvað að segja!!) og löggur, þar getið þið ekki fundið aðra manneskju með aðra eins fóbíu enda hef ég góða ástæðu til!!! Má segja að mikið af því liði séu vitleysingar í grímubúningi :) sumir greinilega með svona rosalega áráttu þráhyggju helvískir. Vá, ég var að taka eftir því að orðalagið hjá mér er frekar ljótt í dag!!! Ég ætla að drífa mig að fara út í góða veðrið og kaupa mér einhvern pæjubol fyrir helgina. Gúd bæ ég er farin :* Frídí.
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Lobsterinn ekki slæmur!!!!
Takk fyrir góan dag og gott kvöld stúlkur mínar :* En ótrúlegt en satt hvað fáar kíktu út á lífið, enda var mér ekki trúað þegar ég sagði hvenær ég kom heim. Rosalegt ástand á manni, ég hef ekki verið svona léleg í marga mánuði, enda hélt ég að ég væri bara að gefa upp öndina. En ekki slæmt að vakna upp á sunnudegi og vera ekki þunn. Samt mjög góð helgi :) Ég frétti ansi góða höslsögu í dag, veit ekki hvort ég má segja hana, en það er einn strákur sem ég þekki sem höslaði eina stelpu, svo þegar heim var komið þá bara dó greijið strákurinn og stúlkan þorði ekki öðru enn að sofa inni hjá mömmu sinni og svo hafði hann einhvernveginn náð að hrinja um snúru á hárblásara og náð að stúta honum og var svo búinn að koma sér út áður en hún vaknaði!!! Ha, ha, þetta finnst mér frekar findið, ég ætti kannski ekki að vera að segja þetta hér en ég held að þau viti ekkert um þessa síðu, en ég hálf vorkenni honum greijinu því hún var ekkert mjög ánægð þegar hún vaknaði. En ég skal taka það fram að þetta er enginn af okkur meðlimum!!!!!! Bæó Frídí!
föstudagur, ágúst 13, 2004
LOBSTER
Jæja þá.
Hvað ætlum við að gera á humarhátíð, hverjir geta verið á bíl, hvenær eigum við að fara, hvenær er planið að fara í bæinn aftur (er nokkuð planið að gista eða hvað??) og ...og ...og....
Svar/svör óskast. kveðja, Drós.
"SVEITTIR GANGAVERÐIR"
Ég verð nú bara að segja það að ég, Eddí og Gunnsó höfum fundið okkur fínt hobbí :) "Sveittir gangaverðir" okkur finnst þeir ansi sniðugir, hreint út sagt rosalegur diskur og mjög skemmtilegir textar!!!! "Búggí búggí búggí út á gólf fyrir þá sem vilja dansa" og margt meira sniðugt sagt :) Á hvaða göngum skildu þeir nú vera?? Þetta var hlustað á í gærkveldi og drukkið öl og setið úti á svölum hjá Eddí í gær og svo skroppið og setið úti á Vegamótum og Póstinum. Svo þegar ég vaknaði í morgun þá bara vissi ég ekki hvað gekk á!! Af hverju var klukkan á símanum að hringja??? Hvaða dagur er í dag??? Hvað þarf ég að gera í dag??? Jú það er víst föstudagur, ég komst að því og fattaði að ég þurfti víst að fara að vinna, þess vegna var kannski klukkan að hringja. Svona getur mar nú verið ruglaður stundum. Gúd bæ í bili, Frídí.
fimmtudagur, ágúst 12, 2004
VELKOMIN HEIM GUÐRÚN !!!
Jæja loksins komin heim bara! Hlakka mikið til að sjá þig á laugardaginn, ef ekki fyrr. Svo er það humarinn á laugardaginn :) Eitthvað verðum við skrautlegar þá mar!! Ef ég þekki okkur rétt þá verður feitt djamm á okkur meðlimum eins og venjulega eins og sést á blessuðu myndunum, en alltaf verða þær skrautlegri. Geðveikt veður þessa dagana og ég á næturvöktum og vakin snemma um hádegið til að viðra mig í góða veðrinu svo ekki er mikið sofið þessa vikuna, eins gott að ég detti nú ekki bara dauð eftir einn öl á laugardaginn!! Svo í dag var bara setið úti á Kaffi Victor í sólinni og fá sér rosalegt kjúklilngaburitos. Er að klára næturvaktina, orðin frekar þreytt, svo verð ég svo rugluð þegar ég sofna eftir næturvaktir að ég vakna við sjálfa mig í ruglinu, eins og í morgun þegar ég var búin að sofa í tvo tíma þá vaknaði ég við sjálfa mig komin fram úr rúminu og ætlaði að fara að blanda lyf. Ég er reyndar þekkt fyrir að vera í ruglinu á nóttinni svo aumingja sá sem á eftir að sofa við hliðiná mér í framtíðinni. Ætti kannski að reyna að sofa svoldið í dag svo ég detti ekki ofan í humarsúpuna mína á laugardaginn! jæja ég ætla að hætta þessu rugli og fara að drullast til að gera eitthvað. Hlakka til að sjá þig Guðrún og heyra slúður, ég veit að þú ert nú örugglega búin að heyra eitthvað rugl af okkur meðlimum, kossar og knúsar Frídí :*
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
djöfulsins blogg
...ég fæ þetta ekki til að virka núna...hvað er að þessu helv#$%&// drasli....en allavega það sem ég vildi sagt hafa....Sælar stúlkukindur :o) Ég vildi nú bara bjóða hana Guðrúnu okkar velkomna aftur heim á frónið...En hlakka mikið til næsta laugardags...hvað er planið... hvenær eigum við að leggja af stað...á að gera eitthvað áður...eru einhverjar hugmyndir í gangi????....knús í krús gunnhildur
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Það er aldrei hætt að stoppa!!
ég er strax farin að hugsa um það hvað ég ætti nú að gera næstu helgi!! ég veit allavega að ég er að fara í brúðkaup hjá Maríu og Baldri en það er fyrsta vinkona mín sem giftir sig og svo veit ég að hann Baldur vinur minn á fullt af myndarlegum vinum svo ekki verður slæmt útsýnið þar :) Svo er það spurning með föstudaginn!!! Gamla settið mitt er á Portúgal svo ekki get ég skilið Guggu og Mircó eftir ein í húsinu svo eitthvað verður mar að gera, kannski bara að halda pínu partí eða hvað??? Það verður nú bara að koma í ljós en ég kann nú bara ekki að slaka á, það er nú málið, þess vegna fórum við stöllur óvænt til Eyja og skemmtum okkur einum of vel. Heyriði!!!!! Nú veit ég af hverju gædinn okkar á Balí rakaði ekki síðu hárin af vörtunni sinni!!! Þetta snýst neblega allt um peninga! ég var að lesa spádómabókina og þar stendur að loðnar vörtur séu sérstaklega góðar og hárin má hvorki klippa af né raka ef menn vilja halda auðnum. En þessu vorum við íslensku túrista hjúkkurnar mikið búnar að spá í og hvaða kona yrði svo heppin að festa þau milla tannanna á sér!! Það er nú margt sem hægt er að komast að í þessari bók, td. Ef menn toga mikið í fingur og það brakar mikið í þeim þá eru þeir menn mjög lauslátir!!! Veit ekki hvort ég á að gefa þetta upp en séu menn í nýjum nærfötum um áramót þá veit það á gott kynlíf. En í þessari skemmtilegu bók er einnig tafla yfir ást og kynlíf, sem segir sem sagt hvaða stjörnumerki passa best þar saman, td get ég (naut) séð hvernig kynlíf ég á með hvaða stjörnumerki, annsi sniðug bók finnst ykkur ekki???? Jæja ég ætla að fara að sofa og loka bókinni, gúd næt. Frídí
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
HVAR ER BOGGA????????????????
Það er nú spurning hvar hún Bogga sé??? Minnstu munaði að hún Edda yrði rifin upp öfug því fylliraftur var að leita af henni Boggu sinni og þekkir hana greinilega ekki meira en það að hún Edda varð næstum fyrir barðinu á honum. HVAR ER BOGGA hljómaði svo um allan gang í einhverri blokk í Eyjum. En hvar er dalurinn??? Það var nú næsta spurning, en eftir smá leiðsögn í hádeginu á sunnudeginum reddaðist það. Rúnar frændi og Lína í eyjum þau eru sko algjörir englar, ég ásamt fleirum fórum í bestu sturu sem farið hefur verið í í langan tíma og svo er það vinsæla matarboðið hjá þeim sem eru ekki af verri gerðinni og auðvitað gítarpartíin þar sem þeir feðgar taka lagið eftir mat. Og einnig góðar gistingar fyrir okkur systur,frænkur og vini :) þar sem okkar blautu rössum er reddað frá drukknu í dalnum. En halda mátti að sumir hefðu tjaldað í polli!!! Svo var það Bakkinn kl 05 í morgun og heim og upp í rúm um átta leitið í morgun sem var ekki slæmt eftir góða helgi og nýjum kynnum á nýjum vinum!! |