miðvikudagur, júlí 28, 2004
brunahætta
takk fyrir síðast sömó. það var fellega gaman að hittast svona næstum allar! aragatan er enn í heilu lagi - þrátt fyrir heiðarlega tilraun húsráðandans til að kveikja í pleisinu. ég verð víst bara að sætta mig við að ég verð aldrei merkileg húsmóðir!! hlakka til að hitta ykkur næst 'sskunnar!!
mússi - M.
ELsku stúlkur...
takk fyrir síðast... ógillega gaman að hittast svona í gær... María endalaust að gera góða hluti með endalaust góðum kræsingum... takk fyrir mig aftur :o) við verðum endalaust að gera meira af þessu :o) kv. Eddí
sunnudagur, júlí 25, 2004
ung hjúkka kyferðislegaáreitt af nær áttræðum manni
Sumum karlmönnum eru ekki viðbjargandi! Ég var að fara í lyftu í vinnunni um daginn og einn næstum áttræður kemur inn og segir "erum við bara tvö í lyftunni? við gætum nú gert eitthvað skemmtilegt! Helduru að það hafi nú ekki örugglega svoleiðis gerst í þessari lyftu? Það hefði nú verið gaman hjá okkur!" Mér brá svo að ég stökk bara út úr lyftunni og brosti bara, gat ekkert sagt. Ótrulegt en satt að það skuli vera enn þá turn on fyrir svona gamla kalla að horfa á hjúkkur!! Eins og ég segi enn einu sinni þá eru karlmönnum ekki viðbjargandi.
Gærdagurinn var frábær, María vinkona var plötuð í sund og þar tókum við fötin hennar úr skápnum og settum önnur í staðinn (svartar sokkabuxur, bleikt tjullpils, svartur bolur, blöðrur fyrir brjóst, blóma túttuskó og bleik sólgleraugu). Svo kom gaur á mótorhjóli og sótti hana og keyrði hana til okkar í Nauthólsvíkina þar sem við skáluðum fyrir henni í freyðivíni og öli svo fórum við með hana í Skarthúsið þar sem hún þurfti að selja eitthvað dót og eftir það þá létum við hana hjóla niður laugaveginn á spreyjuðu gulu hjóli með svörtum doppum og fórum á Austurvöll og fengum okkur öl, svo fór María í dekur og kom með okkur í heitapottinn á Loftleiðum og svo út að borða á Rossopomodoro. María tók sig nú bara mjög vel út sem gæs og stóð sig mjög vel og vorum við allar mjög ánægðar með daginn og enduðum svo ansi skrautlegar á djamminu enda var dagurinn í dag annsi erfiður!!!! Jæja búin að blaðra nóg, kv Frídí.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Guggan mín komin heim
Loksins Gugga komin heim og svo kemur Mircó en vitið!! Hann þarf að búa hjá Guggu og gamla settinu því hann fær ekki íbúð strax. Ég og Gugga skruppum í bústað til Tinnu og Kidda í grill, öl og pottinn :) En þetta er nú enginn venjulegur bústaður!! Þetta er sko bara eins og einbýlishús með uppþvotta vél og rosa flott, ekki séð annað eins. Ég held svo að þessi helgi verði eitthvað rosaleg! Ég vona bara að ég drukkni ekki í pottinum á Loftleiðum, laugardagurinn byrjar neblega snemma í gæsuninni hennar Maríu, spurning hvort maður komist svo á Rossopomodoro, áfengisdrykkjan hefst sennilega snemma að degi til í Nauthólsvíkinni svo mér er strax farið að kvíða fyrir timburmönnum á sunnudaginn. jæja ætla að halda áfram að vinna, kv Frídí :)
sunnudagur, júlí 18, 2004
Vondi dansinn!!!
Jæja stúlkur... mín er hérna í kóngsins Köbenhavn...Tarnby... að hafa það súper næs ... og í ruglinu í gær rakst ég á ÞETTA og mér var hugsað til ykkar allra... og fór að hugsa um það hvort að þið væruð að taka vonda dansinn í niðrí miðbæ...reykjavíkur já eða Jena ;o) kv Eddí hejhej
Er allt á sínum stað??
Tveir meðlimir skruppu í hóf í gær og enduðu í ruglinu í endalausum bjór og hvað á þá að gera við bjórinn sinn?? Vitið menn!! Við fundum góðan stað fyrir hann í Síðumúlanum!!! segi ekki númer hvað :) en það verður gaman að vita hvort hann verður á sínum stað á eftir svo hægt sé að nota hann :) Svo ekki var farið á Flúðir í gær í rófupartí :( en það verður sko gert næsta ár. En fáum bara Jóa til að bjóða okkur í staðinn einhverja helgina í sveitina í pottinn og öl :) en seinast þegar ég skrapp þanngað til Jóa frænda þá endaði mar auðvitað í ruglinu og í smá RÖKræðum við prestinnn, kinda hrúgu og fleira sem ég fer ekki út í hér. En næsta helgi verður rosaleg.... vona bara að verði svona rosa veður þá eins og núna og ég vona að ég verði á lífi fyrir kvöldmat, drukkna sem sagt ekki í pottinum á Loftleiðum!!!!! Hún María vinkona mín verður gæsuð stúlkan og byrjað verður kl tólf að hádegi að taka í burtu fötin hennar úr skápnum í Árbæjarlauginni og sett eitthvað sniðugt í staðinn :) Gugga systir kemur loksins heim á morgun :) verð bara að segja að ég bara get ekki beðið, var farin að hafa áhyggjur um að henni mundi leiðast því lítið er um enskuna þarna á eyjunni. Ég veit að meira að segja hún pantaði sér túnfiskpizzu!! Það er eitthvað sem ég mundi ekki leggja í og hélt að það færi ekki inn um hennar varir þó hún fengi borgað fyrir það, spurning hvort hún hafi fengið sólsting súlkan eða hvað?? En Stinni vinur minn fékk nú einu sinni rosa sólsting út á Benidorm eftir steikingu á steinaströndinni, svo gekk hann líka á bíl drengurinn, lá killiflatur fram á húddi og sagði bara "ég var nú svo upptekinn við að horfa á þig og tala við þig Svanfríður". Hann missti líka einu sinni gleraugun sín í pollinn í dalnum í Eyjum. Svo týndist læknaumsóknin hans í Danaveldi svo hann skellti sér í hjúkrun í staðinn í smá tíma!! Jæja ég ætla að hætta þessu blaðri. Bæjó Frídí :)
fimmtudagur, júlí 15, 2004
sportí gellur :)
ég var svo dugleg í gærkveldi að ég byrjaði á því að plata systir mína og frænku í sund og svo plataði ég meðlimi mína í göngu heiman frá mér. Stefnan var sett á kaffi nauthól, en alltaf sáum við nauthólinn í svo mikilli fjarlægð. Á leiðinni var rætt hvernig það væri nú ef ég væri forseti Íslands!!!! FRÍDA FORSETI FYRIR UNGA FÓLKIÐ!!! Okkur datt í hug að það væri þá annsi vinsælt að halda matarboðin okkar og djamm á Bessastöðum og við þurftum sko þá alls ekki að taka leigubíl af djamminu og ýmis fríðindi fyrir okkur meðlimi :) Þegar loksins var komið að nauthól þá fórum við að hugsa hvernig við ættum að fara til baka því ekk nenntum við að labba heim og klukkan að ganga eitt að nóttu!! þá kom sko Eddí og bjargaði okkur eftir að hún stakk Stóní af á Viðeyjarbryggju, en hún gleymdi víst að þau voru samferða á bryggjuna!! Hvað haldiði að hafi gerst svo?? við fórum í 10/11 sem er opin allan sólarhringinn og versluðum heila körfu og fórum svo heim til mín og fylltum á okkur kl eitt að nóttu til eftir sportið!! Já svo verðum við að fara að hittast yfir öli stúlkur, reyndar er svo mikið að gera hjá mér um helgina að ég verð að reyna að velja og hafna, veit ekki alveg hvað ég á að gera, mjög gott boðið frá Jóa frænda að skreppa í rófupartí á Hverabakka :) en þá verður maður að sleppa kveðju, afmælis og útskriftar partí hjá Auði og Ívari :( ég verð að sofa á þessu!! Jæja ætla að hætta þessu blaðri, bæjó Frídí :)
...bandaríski bjáninn...
jæja tjellingar.
eins gott að það hafi minnkað aðeins á ykkur rassinn eftir þessa göngu þarna í gær! ;) ´þið misstuð samt af afarbragðgóðu hvítvíni last night.... ég á bara inni hjá ykkur hvítvínssamveru í staðinn!! (hvernig finnst ykkur beiskjan, skín hún nógu mikið í gegn:)) annars er ég bara hress - stelpan er að drukka af dóti sem hún þarf að gera; og gerir þar af leiðandi ekkert af því!
er þetta í lagi!
það er samt alveg að verða kominn tíma á gettogether dömur.
hvenær kemur hvuttalingurinn heim?
hvenær er humarinn?
hvað er að gerast hérna?
mússí mússí krúttí krútt
xxx fáninn.
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Rugl og aftur rugl.
Hmmm. Ætla ad blogga en veit ekki hvað það á að vera.. með White Rabbit í eyrum mínum veit ég ekki baun í bala. Kanínan mín er ekki white heldur brúnn með falleg augu og heitir Dimmalimm. Hann hefur lifað tímana tvenna. Hann hefur lifað sjúkdóm sem drap systur hans (sem hét b.t.w. karlmannsnafni) og eitt stykki heilablóðfall. Ég gleymi því ekki þegar hann lamaðist og við vöfðum hann inn í handklæði og hann lá og starði á mig skelfingu lostinn undan handklæðinu. "Ég mun deyja núna" hugsaði hann. Hann dó ekki en er bara pínulítið skakkur.Það býr sko reyndur öldungur í þvottahúsinu okkar. Eldgamall karl með þvílíkan lífsferil sem hann getur ekki sagt frá. Stundum situr hann í gluggasyllunni og horfir út, hugsandi. Sennilega að hugsa um gömlu góðu dagana. Þegar hann átti fjölskyldu og lék við systur sína og varð ástfanginn. Hann særði mörg kvenmannshjörtun hann Dimmalimm forðum.
Göngutúr á eftir í Fossvogi. Það verður ágætt. Trúi ekki að það sé fimmtudagur á morgun og svo föstudagur vííííí. Mössuð helgi framundan fyrir okkur einhleypingana. Fríða er að koma að sækja mig. LEITER GEITER. Kveðja Magga.
þriðjudagur, júlí 13, 2004
Sorrí Eddí að ég er að smita þig af syndrominu mínu!!!!!!!!!
Hroðalegt ástand er þetta á okkur!!! Ég hefði migið í mig út í mófa af hlátri, ég hefði ekki getað haldið andlitinu þegar ég hefði mætt á staðinn. Ég skal viðurkenna það að ég át óvart kvöldkaffið frá einum sjúklingi um daginn!! það var alveg óvart en það reddaðist sem betur fer :) Ég var neblega að kyngja síðasta bitanum þegar sjúkraliðinn kom og spurði um kaffið fyrir sjúklinginn!! Ekki verður það slæmt að fara svona mikið til útlanda Eddí, fyrst Köben og svo sólarlandaferð, ekki leiðinlegt. En mig langaði svo rosalega að fara með þér til Eyja, við höfum nú ekki átt leiðinlegar stundir þar :) bæði næstum drukknað inni í tjaldi og baðað okkur í sólinni og þessi Hot and sweet flaska þín gerði næstum útaf við mig!! Heyriði, haldiði ekki bara að mágur minn sé að fara að spila í landsliðinu í körfunni!!! Mér líst nú bara vel á það. Ef þið viljið koma út að rölta í fossvoginum þá er ég til á morgun. Heyrumst skvís. Kossar og knúsar Frídí.
Aftur verður Eddí að beila...
Hæa skvísur...ég veit að ég var búin að tala við ykkur að tjútta sko aldeilis með ykkur næstkomandi helgi... og var líka búin að lofa að beila ekki næst á ykkur en só sorry skvíses...´mín verður ekki á landinu um helgina... ælta að skella mér til Binna í Köben og verð fram á þriðjudag... þannig að við verðum bara að hittast helgina eftir næstu helgi ;o)kv.Njáll Óli
mánudagur, júlí 12, 2004
hey...gleymdi einu!!!
Jæja stúlkur ég gleymdi að ég ætlaði líka að spurja ykkur... það kom upp umræða hjá Fríðu á föstudaginn um að við myndum kannski hittast í vikunni..hjóla eða ganga í Fossvoginum... og fá okkur súpu og salat á eftir... hvaða dag á það að vera... Fríða hvenær ertu í fríi? kv. Njáll Óli
Eddí bara að verda jafn heppin og Frídí... oder???
Jæja skvísur... haldiði ekki bara að ég hafi fundið fyrir smá Fríðu-syndrómi á laugardaginn.... þannig var málið að eins og þið flestar vitið þá fór ég ásamt Davíð á Kirkjubæjarklaustur á Boxinu með mat í 140 manna brúðkaupsveislu...lögðum af stað upp úr 07 um morguninn á Boxinu...sem fékk ekki skoðun vegna þess að balance-stöngin er ekki að gera sig sem þýddi að ef við færum upp í 130 og þyrftum að beygja þá myndi bíllinn skreppa í nokkra hringi og útaf... en í kjölfarið fórum við ekki á mikið meira en rétt rúmlega 100km.hraða... ég gat ekki keyrt því að ég var orðin lasin og var að drepast úr hausverk... Davíð keyrði og var að standa sig þrusu vel... það er ekkert grín að keyra bíl fullan af mat... á þjóðvegunum... ok.... við vorum komin svona í 20 km. fjarlægð frá Kikrjubæjarklaustri...þegar ég ákveð að kíkja aftur í... og ég svona rétt sé einhverja breytingu á draslinu...og síðan fatta ég hvað þetta er og segi... KAKAN... Davíð kíkir þá í afturspegilinn... og augun galopnast... ég segi þá bara ...stoppaði út í kanti...NÚNA!!!... JÁJÁ VIÐ ERUM AÐ TALA UM AÐ EINN HLUTINN AF FIMM AF BRÚÐARTERTUNNI HAFÐI VÍST DOTTIÐ OG VAR Á HVOLFI..... argggggggogggpirrrrrrrrrrrrrrr.... við stoppuðuð tókum allt út... og one, to, threeeee... snérum henni við og sáum að hún var ÓNÝTTTTT..... ÞÁ fengum við vægt taugaáfall... munaði litlu að við fengjum okkur bara sæti í mosann í vegakantinum og byrjuðum að væla... en þess í stað... settum við allt aftur inn í bíl og kláruðum aksturinn... komum á staðinn... hittum faðir brúðarinnar.. og gátum ekkert sagt... því næst... hittum við brúðurina... og komumst að því að hitt og þetta væri að klúðrast... ljósmyndarinn afpantaði þar sem kom upp fjölskylduproblem...o.s.frv... síðan sögðum já... heyrrrruuu það er eitt... þú veist ...brúðartertan...þú veist...uhumm....kakan sem þið áttuð að skera... já hún er eiginlega dáin...!!! ótrúlegt.... hún bara já ekkert mál... illa pakkað inn hjá bakaranum fyrir allan þennan akstur... þetta er ekkert mál... við bara skreytum standinn :o) hjúkkeettttt.... við lifðum þetta af... og komumst meira að segja í bæinn síðan um 00:30... kreiiiiiiisí...
p.s. gaman að því en vegna þess að enginn var að komast með mínum á þjóðhátíð þá bara pantaði ég mér sólarferð núna bara rétt áðan :o) er semsagt að fara 25. ágúst hingað
Marý
Hellú Marý... Hr. Framkvæmdastjóri var allt í einu að muna að þinns er að fara í Das Prufung 16. ágúst... getur það ekki staðist???... só sorry og minns pantaði borð 14. ágúst... endilega láttu mig vita ef þetta getur staðist... þá bara breytum við þessu til 21. ágúst... daginn sem menningarnóttin er ;o) og það er alls ekki síðri dagur... láttu mig vita sem fyrst skvís :o)
sunnudagur, júlí 11, 2004
Ætli María sé búin að opna töskuna sína :)
Það væri nú gaman að vita hvort María sé búin að opna töskuna sína!!!! Það er smá saga í kringum einn hlut sem er þar ofaní :) Við stungum smá ofan í töskuna sem við fundum sem einn af okkur meðlimum ætlaði að henda í ruslið en endaði ofan í töskuni hennar Maríu, mikið langar mig að sjá svipinn á Maríu þegar hún opnar hana :) það hefur neblilega verið mikið hlegið af þessum hlut, en læknaneminn okkar kom með þann hlut í heimsókn til mín og ætlaði svo að henda honum. Þetta var nú bara ágæt helgi, en nú fer ég að reyna að slaka á, en það er nú bara erfitt þegar búið er að plana næstu 2 helgar. Mar þarf bara að kunna sér hóf í öllu þessu en það er annsi erfitt eins og þegar áfengi er í boði eins og td. í gær, ég var orðin askoti skrautleg eftir nokkur hvítvín og nokkra stóra bjóra og þegar alltaf er verið að bjóða manni á barnum sem er ekki slæmt en var einum of mikið af því góða í nótt og það bara endar með því að mar veit varla hvað mar heitir lengur!!!! Sem er ekki nógu sniðugt. Jæja ég ætla að gera eitthvað annað, gúd bæ!!! Frídí
föstudagur, júlí 09, 2004
Spurningin um að djamma bara um helgina???
Er það málið að kíkja út um helgina stúlkur??? ég ætla allavega að byrja á mjólkurbúðinni á eftir þegar ég er búin í vinnunni og ætla að kíkja á bumbulínuna mína í Lyfju í Smáranum. Hún Sigga er bumbulínan mín og hún var sem sagt að fara til læknis í Danmörku og bað um pilluna og þá sagði hjúkkan "þú ert nú bara ólétt stúlka mín" "Nei, það getur ekki verið, þú ert að missklilja, ég sagði að ég er að biðja um pilluna" sagði Sigga mín, svo Sigga kom heim með seðil fyrir pillunni og ólétt!! Svo nú er Sigga komin frá Danaveldi og í Lyfju. Ég er búin að vera með lag á heilanum síðan í gær og er að verða vitlaus, ég er búin að deila þessu lagi með öllum í vinnunni svo það er ekki bara ég heldur fleiri "Pabba loves mambó! Mama loves mambó!" Guð minn góður það ætti kannski bara að leggja mig inn á geðdeild, ekki langt fyrir mig að hlaupa þanngað yfir. Ég er orðin svo rugluð að ég held ég ætti ekki að skrifa meir í dag, koma mér úr tölvunni og hreyfa á mér rassgatið í vinnunni og hlaupa svo í mjólkurbúðina :) en þar þekkja mig allir!! ég er samt ekki alltaf þar, ein kassadaman byrjaði bara allt í einu að spurja mig og nú veit hún nóg um mig en svo er það hjún Jóna sem við meðlimir þekkjum, hún var jú að vinna með okkur út í eyju og er nú á kassa í ÁTVR. Ég er hætt að bulla, farin að vinna. Ætla ekki að kvitta undir. sjáumst í kvöld stúlkur!!
fimmtudagur, júlí 08, 2004
slóðin að blogginu okkar :)
Á mar að vera að deila slóðinni að þessu bloggi eða síðunni???? Þetta er nú ekki fyrir eðlilegt fólk að lesa svona vitleysu, Hvað finnst ykkur??? KV FRÍdÍ :)
miðvikudagur, júlí 07, 2004
ok þá!!
Ég sá að Eddí var að commentera hjá mér, ég skal viðurkenna það að ég steig ofan á brúðarkjólinn hjá brúðurinni í Viðey, það var alveg óvart!! Það vill bara svo til að það kemur einhvern veginn allt fyrir mig, en ég stóð samt í lappirnar í blessaða kjólnum :)
JÆja
Jæja stúlkur haldiði ekki bara að hún Unnur Ása hafi bara verið að staðfesta pöntunina okkar í humarinn....:o) hlakka til að sjá ykkur ALLAR MEÐ TÖLU þar í ruglinu ;o)
þriðjudagur, júlí 06, 2004
get ekki beðið eftir HUMRINUM
Ég á sko frí 14. júlí, ótrúlegt en satt!! Svo ég kemst :) Ég var að vinna í eyjunni eftir langt frí og hef alltaf verið montin með það að hafa aldrei þurft að fara í blessaða þjóðbúninginn, en hver haldiðið að hafi platað mig í hann?? Enginn annar en Stóní, og það var sko hlupið með fullar hendur í honum en órtúlegt en satt þá slapp ég við að stíga í kjólinn svo ég hélt mér uppi allt kvöldið eftir hlaupin í stigunum. En anskoti svitnar mar á milli læranna í þessu, það sem bjargaði mér var að útidyrahurðin var opin og þá blés uppundir þegar ég hljóp niður stigann!! Annars var helgin fín, farið út með nokkrum meðlimum og rölt á milli staða þar sem sumir hittu gamla vini og svoleiðis!!! Alltaf er mig að dreyma að ég sé að vinna á geðdeild, td var einn sjúklingurinn að reyna að dáleiða mig svo annar gæti tekið lyklavöldin mín og stolið svefntöflum. En ekki er góður sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið að hafa mig í vinnu!! Ég endaði vatkina mína um daginn með að sprauta sýklalyfi yfir mig og næstu hjúkku við hliðiná. jæja ætla að hætta þessu blaðri núna, Gúd bæ, los Frídos :*
HUmarinnnnnnn á stooookkkkkssseeyeyyyyyrrrrriiiiiii!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja... núna ber öllum meðlimum kvenfélagsins að taka frá laugardaginn 14. ágúst!!!!!!!! Því að framkvæmdastjórinn er búinn að panta borð fyrir 7 persónur um hálfáttaleytið á veitingastaðnum VIð FJöruborðið sem staðsettt er á Stokkseyri :o)
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Gaman að sjá læknanemann okkar :)
Loksins hitti ég læknanemann okkar, velkomin heim Magga mín, mikið var gaman að sjá þig í gær. Við Magga tókum okkur smá bíltúr í gær. Ég átti loksins frí í gær og það var brjálað að gera að hitta alla, fór fyrst í litun til Tinnu svo í kaffi til Möggu og bíltúr, svo til afa systir minnar og svo komu Tinna, Kiddi og Embla og svo fór ég í mat hjá afa og ömmu og svo kom Guðbjörg vinkona. Ef þið vitið um einhvern sem vantar vinnu og gæti hugsað sér að vera sölumaður í Myllunni þá látið mig vita, Kidda vantar í vinnu til sín, hann var búinn að ráða einn sem sagði honum svo að búið væri að svipta hann bílprófinu ævilangt!!! En það þarf víst að vera með bílpróf. Svo fór ég að versla í dag í IKEA fyrir aðeins 25000 kall, svo ég komst að því að mar fer á hausinn við að flytja af heiman!!! Frí um helgina og ég ætla sko að gera eitthvað sniðugt, síðasta helgi var svoldið sérstök, alltaf þarf mar að lenda í einhverju rugli, en þá bara drífur mar sig heim að sofa takk fyrir. Hvað mundi ykkur fynnast um að eiginmaðurinn mundi stinga af með ljósmóður ykkar (þ.e.a.s. ef þið ættuð mann og búin að eiga barn saman)???? það er nú svoldið sérstakt, ég hef reyndar heyrt um það en ætla ekki að ljóstra upp þeim sögum hér.
sé ykkur um helgina röku gellurnar mínar kv Frídí.
P.s. ég og Edda urðum ansi rakar yfir þeim Brad og Orlando um daginn, mar bara fékk næstum í 'an.., áttum reyndar svoldið bátt með okkur, ætti kannski frekar að segja það.