miðvikudagur, mars 31, 2004
Þetta getum við gert...!!!
Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana...
Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin... með bjór.
Jæja stúlkur...
Hverjir komast í sumarbústað helgina 21-23 maí?... grunar að Guðrún, Magga og ELín komist ekki þá en hvað með ykkur hinar??? kv. framkvæmdastjóri N
Tilhamingju með daginn !!!
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Guðrún, hún á afmæli í dag :) Afmæli þú átt í dag og út af því við syngjum lag, sama daginn sem er nú sannarlega fæddist þú... tilhamingju með heilladaginn þinn heillakerlingin, til hamingju með heilladaginn þinn heillakerlingin :o) með afmæliskveðju frá Njóla
Hún á afmæli í dag....
hæ hó...vildi bara óska Guðrúnu til hamingju með daginn...jahá skvísan orðin stór...bara búin að ná mér ;o) vona að þú hafir það gott úti og eigðu geggjaðan dag!!!! kv. gunnhildur
þriðjudagur, mars 30, 2004
Til hamingju med afmælid elsku frídusnúllinn minn. Vona ad thad hafi verid mikid fyllerí og mikid gaman og fjör! Var thar í anda. Sver thad í fyllstu alvöru ad ég hafi heyrt öskrin í Frídunni yfir Atlantshafid!
Hlakka til ad sjá ykkur rugludallana.
Kvedja, Magga :)
mánudagur, mars 29, 2004
Fríðuboðið
Já núna er Fríðuboðið afstaðið og þvílík snilld... dýrindis veitingar í boði skvísunnar...og hin fínasta bolla...það var dælt í okkur stanslaust.... við fengum aldrei að vera með tómt glas ef ekki bolla þá bjór. Við skvísurnar gáfum henni að sjálfsögðu algjöra snilldar gjöf að mínu mati :o) Við gáfum henni að sjálfsögðu bókina Súpersex, krassandi kynlíf. Auk þess sem við gáfum henni rjóma í sprautu, jarðaber, súkkulaði fondue og notabene limited edition smokka með ýmiskonar súkkulaðiafbriðgum, þannig að hún ætti að vera til í action :o) TÆR SNILLD!!! En við vorum duglegar að taka myndir eins og svo oft áður og ég er búin að setja þær inn á heimasíðuna mína endilega kíkið á þær :o) kveðja Edda Ósk
laugardagur, mars 27, 2004
Ha, hvad er í kvöld?
-Magga-
gömul, eldri, elst
jesús hvað það verður gaman í kvöld systur!!
fröken framkvæmdastjóri og fröken listaráðunautur hljóta að dokjúmentera atburði kveldsins - er það ekki??? hlakka til að sjá ykkur - og sakna þeirra sem verða ekki!!! M
fimmtudagur, mars 25, 2004
ástar- og saknaðarkveðjur
bless guðrún mín. kossar, knús, alkazeltser og getnaðarvarnir til þín!!!
hlakka til að hitta ykkur hinar (mínus möggu) á laugardaginn, og sérstaklega hlakka ég til að hitta ykkur plús möggu (þó mínus guðrúnu) á næsta fundi.
sumarbústaður er stemmari. rokk og ról - M.
miðvikudagur, mars 24, 2004
Kveðjustund...
Jæja nú er komið að því, enn ein kveðjustundin hjá RÖK... Sóðinn bara að yfirgefa landið á morgun... puhuhuhu... Góða ferð litla krútt :o) En það eru líka gleðifréttir alveg þrír dagar í afmælið... jájá mikið rétt afmælið hennar Fríðu :o) Ég hlakka svo til það verður pottþétt svaka fjör þar!!! Og síðan eru ekki nema 9 dagar í að Magga skvísa komi í heimsókn til okkar ... Ég hlakka líka til þess ...:o)
EN að lokum smá spurning þið skvísur sem eruð á landinu og í skóla... hvenær verðið þið búnar í vorprófunum.... ég var að spá í því hvort við ættum að skella okkur í sumarbústað eftir prófin í alvöru RÖK-partý... Hvað segiði um það?
bæ í bili
Langaði bara til að segja góða ferð við Guðrúnu...skemmtu þér snilldarlega og gerðu allt vitlaust í Þýskalandinu! Á eftir að sakna þín :( kv. gönnzó tönnzó
mánudagur, mars 22, 2004
... milli jóla og nýars :o)
Á hippatímabilinu svonefnda gaf karlkyns blómabarn einni vinkonu sinni gallabuxur í jólagjöf. Og þar sem þessi friðelskandi náungi vildi vera dálítið frumlegur hafði hann skrifað "gleðileg jól" á aðra buxnaskálmina en "gleðilegt nýár" á hina.
Eftir að vinkonan hafði tekið upp gjöfina sendi hún gefandanum svohljóðandi kort:
Kæri Óli. Vertu velkominn á milli jóla og nýárs. Þín Nína.
kv. Njóli
sunnudagur, mars 21, 2004
hjálpartæki ástarlífsins
ég keppti í ræðukeppni og drykkjukeppni á föstudagskvöldið fyrir lögfræðina gegn viðskiptafræðina.
það þarf auðvitað ekki að ræða það frekar að lögfræðina vann, enda viðskiptafræðingar bæði anal og uptight.
saknaði ykkar - guðrúnin stóð samt fyrir sínu og mætti.
ölvun var í hámarki og klúðrin fleiri en eitt.
hlakka til að hitta ykkur honeyz. M.
miðvikudagur, mars 17, 2004
ritstifla losnuð
sælar stúlkur mínar....eg var að búa til mitt eigið blogg og er það hvuttalingur.blogspot.com. þar mun eg segja frá gangi mála í þýskalandi, allt sem er ekki leyndarmál því þetta er svona mest fyrir familiuna gert til að fylgjast með, en Edda mín, hvenær má ég dobbla þig til að kenna mer að setja og senda myndir og smella gestabók og commentakerfi á bloggið;) þú ert bjargvættur allra tíma. Gunnhildur takk æði fyrir myndina, ég lét skreyta hana í blómabúðinni Daliu og blómakonan var ekkert smá hrifin af myndinni og að sjálfsögðu montaði ég mig af þér og benti á þig....annars er bara lítið að fretta og er bara að bíða eftir að komast út, aðeins vika núna. Er búin með öll verkefni í skólanum og bíð bara eftir prófi, það er komið á hreint að við Bibbalína förum til Köben á miðvikudegi fyrir páska og verðum fram á mánudag, þe annan í páskum. Annars verðum við að smella okkur á kaffihús bráðum svo eg get kvatt ykkur allar í einu múslurnar mínar;)
Kveðja Guðrún Anna
þriðjudagur, mars 16, 2004
Hættulegir hjólreidamenn
Hæ, stelpur. Hvad er nú málid med skrifleysid? Er ritstífla ad ganga? Já, thad hlýtur ad vera óthægilegt, skelfilega smitandi alveg hreint, mamma fékk thetta í fyrra og.....
Ég var í skólanum og rölti upp á læknabókasafn (VAB). Punchlænid í thessari sögu er sú ad ég vard næstum fyrir hjólreidamanni sem hafdi ekki tíma til ad halda í stýrid thvi hann var of upptekinn vid kókid og sígóid. Hafidi einhvern tímann mætt REYKJANDI hjólreidamanni? Thad er eins og ad reykja á hlaupabrettinu.... Er alltaf ad mæta svona lidi. Ég á ekki til ord...
Jæja drullisti nú til ad skrifa. Thid getid ekki verid svona busy... :)
Kvedja, Magga.
þriðjudagur, mars 09, 2004
já
Við sjáumst hressar á föstudaginn langa. Hvernig er þetta annars með föstudaginn langa alltaf. Eg meina opnunartima skemmtistaða? Er hann eitthvað minni? (Þið ættuð nú að vera farnar að vita þetta, fylliraftarnir ykkar.. er ekki bara komin einhver spjaldskrá í hausinn á ykkur?)
Er farin að sjá Hverfis og Vegamót alveg í hyllingum.. Er voða lítið að djamma hér í Árhúsinu. Gerði það bara í byrjun og er nú hætt öllu svoleiðis bulli.. Já meðan ég man.. Borga í sjóðinn um leið og ég kem til landsins (þann 3.apríl) er það í lagi?
Knúsi knús,
Mjási Aarhuskisi
mismunun!!
ég verð að kvarta undan þessari kynþokkakönnun hérna á síðunni!!! ég er búin að kjósa colin svona 4 sinnum - af hverju gilda mín stig ekki????????? eða frekar - af hverju er colin ekki með nein stig!!!!!!!!
ég er brjáluð.
colin er heitastur þó hann sé útskúfaður á þessari síðu. og hana nú!
mánudagur, mars 08, 2004
9. apríl en ekki 10...
jæja stúlkur nú er smá breyting á dagskrá... næsti fundur verður líklega 9. apríl í stað 10... þetta er sem sagt föstudagurinn langi... en fyrirvarin er svona mikill vegna þess að allir verða að muna að taka daginn frá... MAGGA VERÐUR Á LANDINU... og fundurinn því henni til heiðurs... Við verðum eitthvað í færri kantinum þetta skiptið þar sem Guðrún Anna verður farin til Jena og Elín ösp var að tilkynna mér forföll... hún verður á Húsavík með Jóni sínum þannig að þær fimm fræknu verða bara að taka heldur betur á því í staðinn .... :o) kv. framkvæmdastjórinn Njáll Óli
sunnudagur, mars 07, 2004
Sælar stúlkur
Hvenær og hvar var planið að hittast í apríl? Er eitthvað ákveðið?
Kveðja, félagi Drós.
hæ hæ alliir og allar nær og fjær.....já það er rétt að helgin er að kláras og er hún bara búin að vera hin notalegasta. Vr róleg í gær og svaf eins og stór bangsi í vetrardvala í gærdag. Frekar notó svona eins og á jólum. Ætlaði ekki að gera neitt í gærkveldi en kikti aðeins á aragötuna til hennar Mariu og hlustaði á mjög djúpar samræður og þarf maður að era svona þokkalega gáfaður og vel gefin til að skilja þessi samskipti sem fara á milli laganema. Eg lagði mig alla fram og já skildi bara flest allt sem þýðir að ég er ekki bara bodyið heldur er gríðarlegt heilabú starfandi. Skutlaði liði þessu í annað partý og í því hringir 44 ára vinkona mín hún Helga Guðfinna og kikti ég aðeins til hennar og skutlaði tveimur einhleypum konum á lífið. Þær náðu að dobbla mig á árshátið n´stu helgi og tóku þær ekki annað í mál en að ég ætti að koma og ætlar Helga að borga bara strax á mánud. Arshátið þessi verður næstkomandi föstud. Hótel Loftleiðir og er árshátið fyrir kennara og starfsfólk Artunsskóla, Selásskóla og Arbæjarskola. Fór í hitti fyrra og þá var bara ártúnsskoli og svo í fyrra voru ártunss og selásskóli og nú eru allir saman sem mér þykir bara sniðugt og ábyggilega skemmtilegra. Það er partý áður og svona þannig að þetta ætti að verða hin ágætasta skemmtun, hefur verið það hingað til. En svo er sama chill í dag á svona rigningardegi og sofið. Fór reyndar með múttu í Laugar í morgun og borgaði stakan tíma fyrir 1100 kr. Finnst svolitið mikið. Þetta er bara rosa flott stöð og mun ég kaupa kort þarna í haust. Svo er frænkuhittingur í kveld og gúff. En við verðurm að hittast áður en ég fer út, þýðir ekkert annað, þarf ekki að kosta neitt, jafnvel bara á kaffihús eða tja djamm!!!! hvernig er næsti laugardagur hjá kvenfélaginu????? Guðrún Anna;) Sleepy bear;)
Helgin liðinn!!!
Jæja helgin er að verða búin og ég hef mínar heimildir fyrir því að flest allar RÖK- skvísur hafi haldið sig við RUGLIÐ þessa helgina. Ég reyndar tjékkaði mig út úr því... engin yfirvinna þessa helgina hjá mér... en þið sem ég hef ekki heyrt í endilega verið í bandi...og segið mér ykkar sögu... ég er nú reyndar búin að heyra sögum um flestar ykkar annars staðar frá ;o) kv Edda Ósk
laugardagur, mars 06, 2004
Rugl...
Hvaða rugl er það að það hafi verið fyllerí á flestum meðlimum kvenfélagsins í gærkveldi... og Njóla greyinu bara ekki einu sinni boðið með!!! Puhuhuhuhuhuuuuuuuuu :(
kv.N ;o)
aframhaldandi rugl
jæja kerlingar og aðrir velunnarar....já rugl kvenfelagsins heldur áfrám! og það er bara ekkert að því;) kíkti nú aðeins út í gær...ætlaði að vera róleg og chilla heima en tja það endaði öðruvísi. Fekk mér einn öllara og pitsu með familiunni og þa´byrjaði maður aðeins að kippa. Fekk mér annan og svo annan...svo var partý á aragötu hjá henni Mariu rún og voru þar samankomnir lögfræðinemar. Já, já, partýin á aragötunni klikka aldrei og þetta fólk er bara nokkuð eðlilegt en samt ekki alveg,,,,MJÖG HRESS og þykir gott að leika lausum hala á nærbuxum einum fata. Sem er betra en engin föt. að partýi loknu var rölt á hótel sögu til að leita uppi umboðsmann Alþingis og fengið sér kokteil og bjór og málin rædd á mjög málefnalegum og bara eitthvað...svo var skellt sér á hverfisbar sem var mjög skemmtilegt þar sem það er ansi langt síðan að ég hef farið þangað vegna iðulegra langra biðraða og bara svo hefur maður bara alltaf endað einhversstaðar annars staðar. En já, ég hef fréttir.............sæl að sinni. Guðrún Anna.
föstudagur, mars 05, 2004
Rugl, rugl og aftur rugl...!!!
Jæja lufsurnar mínar HVAÐ ER EIGINLEGA Í LOFTINU HJÁ RÖK... þá get ég fullyrt það að ég og Gunnhildur erum ennþá í RUGLINU ;o)... skelltum okkur í gær á tjúttið!!! Hófum kvöldið á lista- og bjórkvöldi í bláa salnum í Kennó... þaðan var ferðinni haldið á Tækniháskólaball og þaðan í eftirpartý í Bólastaðarhlíðinni... jájá komum heim ekki fyrr en upp úr fimm... á fimmtudagsdjammi!!! SVAKA STUÐ :o)og jájá ...... endilega spyrjið Gunnsu um manninn í RÖNDÓTTU SKYRTUNNI... get fullyrt það að þið eigið eftir að fá að heyra af honum...oftar en einu sinni.... og já spurjið hana líka um "guðfræðinginn" hihihihihihihihih en jæja gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina..... og umfram allt...PASSIÐ YKKUR Á PÓSTHÚSUNUM kv. Njóli :o)
Já thetta var ég, Magga. Gleymdi ad skrifa undir :)
FJAAAAAAANDIIIINNNN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég næ varla upp í nefid á mér. Hvada djöf. ands. helv. kennarasleikjur eru thetta í thessum bekk????????!!!!!!!!!!
Var í bekkjartíma ádan. Ekki í frásögur færandi nema thad ad kennarinn kennir thannig ad hann spyr stanslaust út í bekkinn. Ég gat rosa lítid lesid í gær og kom thar af leidandi ólesin í tima, sem by the way, kemur bara mér vid og engum ödrum. Alltaf thegar ég gat ekki svarad hvar einhver helv. vödvi festir sig eda hvar einhver sin er (og hverjum er ekki DRULLU sama) thá fór pjásan vid hlidina á mér alltaf í bókina til ad vera tilbúin med svarid ef ég gæti thetta ekki.. WHAT THE F***... -Og kom svo stolt med rétta svarid.. ERUM VID Í 8 ÁRA BEKK???
Er ordin threytt á thessari helvítis rétta-upp-hendi-ég-veit-svarid- menningu!!!!!!!!!!!
Andskotinn hafi thad.
Vard bara ad fá smá útrás..
Er farin ad lesa. Skemmtid ykkur vel um helgina elskurnar mínar. og munid nú eftir slúdrinu!! :)
fimmtudagur, mars 04, 2004
Helgi!!!
Jæja stúlkur nú líður að því... klukkan orðin sex og það þýðir bara eitt....KOMIN HELGI... hjá okkur allavega... mín er búin að vera á fullu í dag að föndra ferlimöppu í náttúrufræði og listum en var að klára :o) .... kennsluáætluninni var síðan skilað í morgun....og allt er semsagtklárt fyrir tjúttið í kvöld :o) ... hlakka til að sjá ykkur og eitt að lokum... eða eins og langamma var vön að segja... PASSIÐ YKKUR Á PÓSTHÚSUNUM !!!!
íííhaaaaaaaaaaaaaa
finally.....var að skila ritgerðinni minni........djöfull er ég glöð...vildi bara deila því með ykkur...........nú verður þriggja daga fyllerí og rugl að hætti rök-systra :)
knús í krús....bjór
fimmtudagur dauðans
já há það er sko þungt yfir manni núna!! ARRRRG;( verðum við ekki að skipta um starfsvettvang, tja eftir mikinn tannlæknakostnað síðastliðnu þrjá daga þá fer maður að hugsa. Eg ætla að deila þjáningum mínum: Átti að láta rífa úr mér efri endajaxla fyrir ári síðan en vegna hræðslu er ég búin að panta þrisvar og einnig afpanta þrisvar. En síðastliðinn mánudag fór ég til tannréttingarlæknisins ( já er þar enn þó átta ár séu liðin frá því að teinar fengu að fjúka, held að tannsi sé skotin í mér!!!) eg opnaði munninn fyrir hann og lokaði aftur, hann tuðaði yfir af hverju ég væri ekki búin að láta taka jaxlana og hann leyfið me´r að borga 7000kr fyrir þetta frábæra spjall sem tók fimm mínútur. Jæja samviskunar vegna pantaði ég í endajaxlatöku og fór the day after, komst strax að svo ég gæti ekki afpantað aftur. Eg mæti í sakleysi mínu og dálítið stressuð. Eg fekk að bíða í 45 mínútur þangað til að komst að mer. Svo settist ég í stólinn og elsku tannsi hreinsaði á mér kjaftinn og tannbustaði og svo reif hann jaxlana úr. Þetta process tók klukkutíma en það voru sko engar myndir teknar af mínum munni en vitiði hvað. Eg borgaði 30000 kr. JA HA þá er þetta komið í 37000. Svo tjáði hann mér það að þegar ég kem á þriðjud þá mun hann taka eitt silfur og setja glært og taka sauma og þetta mun gera um 12 - 15000. SAMTALS:52000 JÁ EG ENDURTEK 52000 KR. Á eg þetta til....u hum NEI. eg fór út í bíl og grét, bara nokkuð mikið. MAmma vorkennti me´r ekki neitt og benti mér bara góðfúslega á hvað hún hefur þurft að borga í gegnum tíðina. Bíddu bað ég um þetta, er þetta foreldrum að kenna að maður se´skapaður svona. En það þýðir ekki að væla þetta heldur bara laumast til pabba,,hahah nei segi svona Þýðir ekki að vorkenna sér. er á leið út eftir þrjár vikur og þa´get fariið að lifa fínt á yfirdrætti KB banka er komin með góðan þjónustufulltrúa;)
En það var nú aldeilis gaman um helgina og bíð spennt eftrir þeirri næstu....já og svo kikir maður á kennoliðið í kveld. Hlakka til að hittast kerlingar mínar. Hey ég kom með hugmynd og er að spá í að láta búa til í prentmet fyrir mig. Söfnunarkassa sem er hannaður þannig að hann verður með mynd af mér framan á skælbrosandi vegna mjög svo kostnaðarsama munns og dreifa á fjölskyldu og vini og óska eftir frjalsum framlögum, ekki verra þó það yrðu Evrur. Friður sé með yður halleluja, eg er að jafna mig;)
Baráttukveðjur Guðrún Anna Gunnarsdóttir.
miðvikudagur, mars 03, 2004
bjórvömb....
.....dauðans!!
síðasta vika var þriðjudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur.
þessi vika verður fimmtudagur, föstudagur, laugardagur.
ég er verulega að draga úr neyslunni.
verulega.
ég er viss um að þegar þetta verður komið niður í einn í viku aftur þá hverfur bjórvömbin. for sure.
mary.